Göng undir Hrafnseyrarheiði
6.6.2010 | 09:37
Líklegt er að þessi börn yrðu fyrr búin að gera göngin með berum höndum en að ríkið geri eitthvað.
Líkurnar á að eitthvert þessara barna eigi eftir að upplifa þann munað að aka UNDIR Hrafnseyrarheiði eru ansi litlar.
Í fréttinni kemur fram að hugmyndin hafi kviknað eftir að börnin fengu það verkefni í skólanum að stofna vestfirskan stjórnmálaflokk og koma fram með þau málefni sem þau teldu mest áríðandi. Líklega væri árangurríkast fyrir þessi börn, þegar þau verða komin á kosningaraldur, að láta verða af þeirri hugmynd í alvöru og bjóða fram til þings. Hugsanlega gætu þau komist í þá stöðu að geta krafist embættis samgönguráðherra. Þá væri sigurinn unninn.
Byrjuðu á Dýrafjarðargöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.