Fresta á þinhlé þar til þessi mál hafa verið afgreidd!
5.6.2010 | 07:49
Þingmenn eiga að klára sín mál fyrir sumarfrí, ef það þýðir frestun á þinghléi verður svo að vera. Út á hinum almenna vinnumarkaði er slíkt kallað "að bjarga verðmætum" og er nokkuð þekkt fyrirbæri. Hví skyldu þingmenn vera undanþegnir því að bjarga verðmætum, sjálfu landinu?!
Stjórnin verður að taka sig taki og ná samstöðu við stjórnarandstöðuna strax, stjórnarandstaðan verður einnig að sýna þroska og vinna með stjórninni! Þessi ummæli Sigmundar benda til að vilji sé fyrir slíku og á stjórnin því að grípa boltann og sjá hvort þetta sé raunverulegur vilji eða orðaglamur.
Slíkt samkomulag næst þó ekki ef forsætisráðherra ætlast til að allir aðrir samþykki hennar skoðun, það verður að koma til málamiðlun. Aðal atriðið er að fljótt og vel sé unnið og að engum þingmanni detti sú vitleysa í hug að þinghlé geti orðið fyrr en þessi mál hafa verið kláruð!
Athugasemdir
Tek undir þetta Gunnar. Verkföllum hefur verið frestað til að bjarga verðmætum, skólabörn á landsbyggðinni hafa fengið frí til að bjarga verðmætum, við sem þurfum að vinna fyrir okkur förum ekki í frí fyrr en bjargræðinu er borgið og þeir sem stunda þjónustustörf fara ekki í frí þegar þjónustunnar er mest vant. Stjórn sýslan er þjónustu starf þar sem þjónarnir eiga að þjónusta vinnuveitendur sína en ekki vera sífellt í felum á leynifundum eða daðri inn á klósetum.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.6.2010 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.