Ja hérna!!

Þessi drengur er ekki í takt við raunveruleikann. Að hækka skatt á matvæli þegar stór hluti þjóðarinnar á varla fyrir mat nú þegar. Atvinnuleysið, sem stjórnin gerir ekkert til að laga, veldur því að tekjuskattshækkun skilar sér ekki. Þá skal skattleggja matvæli enn frekar!

Hvernig getur lektor í hagfræði verið svona ótrúlega vitlaus?! Er launafók og heimilin í landinu eini tekjustofninn sem menn sjá?!

Hann talar einnig um að leggja á auðlindaskatt eins og það sé ekkert mál! Setja þau fáu fyrirtæki sem enn tóra á hausinn líka!

Maður hefði haldið að af öllum mönnum ætti hagfræðingur að sjá glóruleysið í þessu, nema hann sé kannski leigupenni Óstjórnarinnar!


mbl.is Leggur til hærri skatta á mat og auðlindagjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lastu þennan pistill yfirhöfuð áður en þú byrjaðir að kvarta yfir honum?

Pistillinn er gagnrýni á skattastefnu ríkisstjórnarinnar og þú talar um að höfundur sé leigupenni þess sem hann er að gagnrýna!

Hann er að tala um að hækka virðisaukaskatt á matvæli og LÆKKA tekjuskatt og afnema stimpilgjöld ofl.

Annars er pistilhöfundur doktor í hagfræði frá Harvard, ég treysti honum betur að útfæra efnahagsmál landsins en ríkisstjórn og öðrum pólitískum viðundrum.

Steinar (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 22:35

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Gunnar, þú hefur ákaflega gaman af að nöldra að eigin sögn, það fer ekki á milli mála. Grein Jóns Steinssonar er með því merkara sem ég hef lengi séð um skattamál okkar hér á landi. Tillaga hans um sömu vsk. prósentu á allar vörur og þjónustu er hárrétt. Ég hef alla tíð haft slæman bifur á þessum sérstaka matarskatti 14% eða 7%. Þegar matarskatturinn var lækkaður hirti verslunin bróðurpartinn af lækkuninni, það gátu flestir heilvita menn séð fyrir. Jón er með tillögum sínum síður en svo að leggja til lakari kjör þeirra sem verst eru settir, hækkun perónuafsláttur mun vissulega vega upp hækkandi matarverð og gott betur. Mismunandi % á virðisaukaskatti ætti að afnema sem allra fyrst.

Þú segist vera pólítískt viðundur, á það ætla ég ekki að leggja neinn dóm. En þú skoðar málin greinilega æði yfirborðskennt samanber flausturslega ályktanir þínar um hugmyndir og tillögur Jóns Steinssonar hagfræðings, grípur eina setningu en skoðar málið ekki í heild.

Skyldi andstaða þín við inngönguumsókn okkar í ESB vera álíka vel ígrunduð?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.6.2010 kl. 22:55

3 identicon

En hefur einhver velt fyrir sér hverjir það eru sem bæru þyngstu byrðina af þessari hugmynd. Hækka skatt á matvæli en koma til móts við þá tekjulægstu með hækkun persónuafslátts og lægra skattþrepi. Nú hverjir verða þá eftir til að borga??? Auðvitað millistéttin eins og venjulega. Og hvað gerir hún a) tekur þessu eins og hverju öðru hundsbiti b) pakkar saman og kemur sér úr landi.

Ég ætla að velja b. Alveg búinn að fá nóg af því að láta taka mig ósmurt i skutrennuna. Ekki nóg með að það sé búið að rýra eignir manns með glæpsamlegum vöxtum og eignatilfærslu til að bjarga þessu glæpsamlega bankakerfi heldur á að ná af manni restinni að aurunum með endalausri skattpiningu. 

Ég held að Doctor Jón ætti að fara í endurmenntun. 

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 02:56

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Steinar, ég las pistilinn, gagnrýni pistlahöfundar á stjórnina ristir mjög grunnt, reyndar tekur hann undir þá skoðun að betra sé að hafa fjölþrepa tekjuskatt, rökstyður reyndar seinna hækkun virðsauka á matvæli með einföldun skattkerfisins. Og jú, ég veit að pistlahöfundur er hámenntaður maður og ætti að vera treystandi, en þegar slíkum menntamanni verður tvísaga í svo stuttri grein sem hann skrifar, er varla hægt að sjá að menntunin hafi skilað sér mikið.

Sigurður Grétar, vissulega hef ég gaman af því að nöldra og margt af því sem ég blogga um ber merki þess. Ég er sammála þér um að ein virðisaukaprósenta sé rétt. Það segir þó ekki að þegar sú leiðrétting fari fram eigi bara að hækka lægri prósentuna, frekar að finna út hver hún á að vera svo tekjur ríkisins standi í stað. Ein tekjuskattprósenta er jafn skynsamleg. Andstaða mín við inngöngu í ESB er skýr. Undanfarin misseri hef ég sannfærst enn frekar í þeim trúnaði mínum. Það er ótrúlegt að enn skuli vera einhverjir sem þora að styðja þá aðgerð og sýnir það mikinn kjark hjá þeim mönnum. Ég virði kjarkmikla menn, sama hver skoðun þeirra er!

Varðandi hækkun virðisauka á matvæli ættu þeir sem eru svo þenkjandi að skoða söguna örlítið og sjá hvenær og hvers vegna virðisauki var lækkaðaður á matvæli!!

Það er klárt mál að slík hækkun mun koma verst fyrir tekjulága!!

Gunnar Heiðarsson, 5.6.2010 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband