Umbóta hvað ?

Það verður ekki sagt annað en að Samfylkingin kann að forðast heitan grautinn!

Hin svokallaða umbótanefnd fær embættisbréf frá flokknum, þar kemur fram að tímabilið, sem þessi nefnd á að skoða, nær ekki yfir það ár sem Steinunn Valdís þáði 12.8 miljónir í styrki.

Steinunn Valdís sagði í vetur að hún ætlaði að bíða niðurstöðu þessarar nefndar og hlýta úrskurði hennar. Það hljóta því að vera mikil vonbrygði fyrir hana að hennar mál skuli ekki skoðað og niðurstaða fengin. Eða hvað, voru þessar takmarkanir kannski gerðar sérstaklega fyrir hana?

Nú hefur hún aðeins þrjá kosti:

1. Að gera grein fyrir styrkjunum og segja sig af þingi.

2. Segja sig af þingi og halda fyrir sig öllum upplýsingum.

3. Sitja áfram eins og ekkert hafi í skorist og leifa kjósendum að sitja í óvissunni um heilindi hennar.

Sem sannur Samfylkingarþingmaður er nokkuð öruggt að Steinunn Valdís velur þriðja kostinn! Svei henni og öllum flokk hennar ef hún gerir það!


mbl.is Skoða ekki styrki Steinunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vertu viss, hún situr þar til hún fær sigg á ras.... þessi styrkjadrottning og nú er það staðfest að þessi "umbótanefnd" átti aldrei að vera neitt annað en HVÍTÞVOTTANEFND.

Jóhann Elíasson, 27.5.2010 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband