Það er sama hvaðan gott kemur
26.5.2010 | 21:41
Þessi tillaga Gunnars er góð, reyndar ætti að ransaka fleiri verk ríkistjórnarinnar en ekki ætla ég að blogga um það hér. Ég er þegar búinn að skrifa nokkur blogg um það mál.
Það er hinsvegar sú skynsemi sem bæjarfulltrúar Kópavogs sýna sem kemur mér á óvart. Tillaga frá Gunnari Birgisyni er samþykkt af öllum bæjarfulltrúum. Hvort þetta er vegna kosninganna næsta laugardag eða hvort skynsemin er loks að ná yfirhöndinni skal ég ekki segja.
Það væri betra ef þingmenn hættu sínum skotgrafarhernaði, þá sérstaklega stjórnarþingmenn, og tæki sér þessi vinnubrögð bæjarstjórna Kópavogs sér til fyrirmyndar.
Það er sama hvaðan gott kemur!
Rannsaki Icesave-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Komdu sæll Gunnar Heiðarsson. Ég er sammála öllu í pistlinum og þangað til kom að síðustu setningunni. Og það er löngu orðin þörf fyrir að rannsaka allt Icesave-málið ofan í kjölinn.
Elle_, 27.5.2010 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.