Þórólfur Matthíasson fals-hagfræðingur

bildeÞórólfur Matthíasson, sem titlar sig hagfræðiprófessor, heldur því fram að fæðuöryggi séu falsrök fyrir miklum styrkjum í Íslenskum landbúnaði

Hann telur að eldgosið í Eyjafjallajökli sé sönnun þess. Það ógni landbúnaði í landinu.

Hann segir einnig að Íslenskur landbúnaður njóti einna mesta stuðnings í formi beinna styrkja.

Hann telur að endurskoða þurfi landbúnaðarstefnuna með tilliti til aukins innflutnings, það sé óþarfi að framleiða sumar landbúnaðarvörur hér á landi. Samt telur hann að landbúnaður standi veikum fótum.

Hann telur að aukinn matvælainnflutningur geti stuðlað að auknu matvælaöryggi og spyr hvernig landbúnaður stæði ef innflutningur á aðföngum til hennar stöðvaðist!

-

Þetta er algerlega ótrúlegur málflutningur, Þórólfi Matthíassyni væri nær að skríða aðeins út fyrir 101 Reykjavík. Hann kæmist þá kannski að því að matvælaframleiðsla er einn af hornsteinum hverrar þjóðar. Að þessi maður skuli vera með próf í hagfræði er með ólíkindum, fólk með barnaskólapróf virðist hafa meiri skynsemi en þessi maður.

Varðandi þá fullyrðingu að eldgosið sé sönnun þess sem hann heldur fram er alröng, reyndar er gosið enn frekari staðfesting á því að hér skuli stundaður allur sá búskapur sem hægt er. Að þetta gos ógni öllum landbúnaði í landinu, sýnir enn frekari þekkingarleysi mannsins.

Varðandi styrkina og að hér séu mestu beinu styrkirnir getur það verið rétt. En hvað um óbeinu styrkina, hvar stöndum við Íslendingar í samanburði við til dæmis önnur lönd Evrópu þegar allir styrkir til landbúnaðar eru taldir. Hann vill ekki tala um það, enda veit Þórólfur vel að Ísland stendur vel í þeim samanburði.

Þórólfur telur að landbúnaður standi veikum fótum, samt vill hann auka innflutninginn og draga úr innlendri framleiðslu! Hvers konar hagfræðingur lætur slíkt bull út úr sér? Telur hann virkilega að það muni styrkja landbúnaðinn ef hann verður einhæfðari og framleiðslan minnkuð?

Svo kemur rúsínan í pylsuendanum þegar hann veltir fyrir sér hvernig landbúnaðurinn sé í stakk búinn ef aðflutningur til landsins lokast. Þarna skaut Þórólfur sig hressilega í fótinn, ef aðflutningur til landsins lokast er svokallað "matvælaöryggi með innfluttum matvælum" farið fyrir bí.

Ef Þórólfur Matthíasson ætlar að titla sig hagfræðing er lágmark að hann tjá sig sem slíkur, ekki sem pólitíkst viðundur. Reyndar er þessi málfluttnngur þannig að flestir stjórmálamenn myndu skammast sín. Það er einnig spurning hvort háskólasamfélagið sé ekki skyldugt til að setja menn af, sem opinbera heimsku sína svo hressilega.

 

Matvælaframleiðsla er einn af hornsteinum hverrar þjóðar. Hjá okkur er þessi hornsteinn kannski ekki ýkja stór og því enn frekari ástæða til að kroppa ekki undan honum. Það vita allir hvað skeður ef hornsteinn er fjarlægður, byggingin verður veik og hrynur við minnsta áfall. 

 

http://visir.is/faeduoryggi-falsrok-fyrir-miklum-styrkjum-til-landbunadar/article/201045477232

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Venjuleg húsmóðir getur oft á tíðum rekið hann á gat,þrátt fyrir próffa-titilinn.    Ekkert Esb.

Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2010 kl. 02:52

2 identicon

Sammála þér Gunnar, Þórólfur er að gera í brók all hressilega og sannar að Háskólasamfélagið er á hálum ís hvað snertir margt í samfélagsumræðunni þessa dagana, það er ekki nóg að hafa fjöldan allan af háskólagráðum. Stiðjum Íslenskan landbúnað. EKKERT  ESB

Þorleifur H. Óskarsson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 07:39

3 identicon

Nokkuð dæmigert fyrir umræður um þennan málaflokk að það er aldrei hægt að ræða staðreyndir heldur snýst hún uppí fúkyrðaflaum og persónulegar árásir á þá sem reyna að benda á nokkuð augljósa fleti.

Pístillinn þinn er einmitt gott dæmi um þetta.

Þórólfur bendir eingöngu á það að matvælaframleiðsla hér á landi er háð duttlungum náttúruafla sem við ráðum ekkert yfir. Hvort sem það eru eldgos, veðurfar eða bara sjúkdómar sem geta lagt allan bústofn á landinu á hliðina á nokkrum vikum. Case in point....hrossasóttin sem nú grasserar.

Þjóð sem býr við þessar aðstæður ætti einmitt að berjast fyrir því að viðskipti með matvæli séu sem frjálsust....og ganga á undan með góðu fordæmi. 

80% af tekjum bænda eru teknar beint upp úr vösum skattgreiðenda sem eru galtómir þessa stundina. Þetta er ekki réttlætanlegt og bændur verða að fara að sætta sig við þá staðreynd og reyna að finna einhverja lausn á sínum málum sem felur eitthvað annað í sér en að höggva alltaf í sama knérunninn.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 15:17

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er einmitt það sem ég var að benda á Magnús, umræðan um landbúnaðarmálin eru ekki á grundvelli þekkingar, heldur er slegið fram fullyrðingum oftast röngum og út í hött.

Þegar menn sem titla sig hagfræðinga og eru þar að auki á framfærslu ríkisins, koma fram með slíkar fullyrðingar sem engan vegin standast rök, er það háalvarlegt mál.

Þú segir að Þórólfur sé eingöngu að benda á að landbúnaður sé háður dutlungum náttúrunnar. Grein Þórólfs fjallaði ekki um það nema að hluta.

Auðvitað er landbúnaður háður dutlungum náttúrunnar, hann er háður því um allan heim, þó erum við sennilega best stödd gagnvart þessu hér á Íslandi. Meðan landbúnaður fær að halda sér á sem dreifðast um landið eru engin náttúruöfl sem gætu grandað honum.

Hins vegar ef landbúnaðarstefna ESB yrði tekin upp má gera ráð fyrir að búum muni fækka og stækka, í nafni hagræðingar. Þeir sem til þekkja í landbúnaði vita að takmörk eru fyrir stærð búa. Færri bú væru einnig viðkvæmari fyrir náttúruhamförum. Stæðstu búin hjá okkur eru ekki nema brot af stærð verksmiðjubúana í ESB. Arðsemi eftir hvern grip hjá okkur er samt mun meiri.

Þú segir að 80% af tekjum bænda sé úr vösum skattgreiðenda. Reyndar eru tekjurnar nánast 100% frá neytendum, en ég geri ráð fyrir að þú hafir átt við að 80% séu í formi styrkja. Ef svo er hefur þú enn sannað mál mitt; kastað er fram fullyrðingum sem ekki standast skoðun. Þú ættir að kynna þér Íslenskan landbúnað aðeins betur. Einnig væri fróðlegt fyrir þig að kynna þér hversu mörg störf eru í landbúnaði og þjónustu við hann.

Gunnar Heiðarsson, 24.5.2010 kl. 17:26

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Magnús, ég gleimdi að nefna hrossasóttina, þú tekur hana sem dæmi um vikvæmni Íslensks landbúnaðar.

Veistu eitthvað um hvað sú sótt snýst?

Það er með ólíkindum þegar menn tjá sig um málefni og grípa á lofti fréttir sem koma viðkomandi máli ekkert við og reyna að nota það sem rök.

Hrossasóttin sem þú vitnar í er eingöngu óvenju slæm kvefpest, þessi pest hefði ekki komið í fréttir nema vegna þess hversu nærri landsmóti hún kemur upp og gæti haft áhrif á það. Þessi pest ógnar á engan hátt landbúnaði á Íslandi.

Gunnar Heiðarsson, 24.5.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband