Verkföll?

Nú þykir mér týra, Gylfi Arnbjörnsson farinn að hóta verkfalli. Skyldi hann vera búinn að fá leyfi frá Jóhönnu fyrir þessum ummælum. Varla hefur hann tekið þetta upp hjá sjálfum sér, það gæti hugsanlega spillt fyrir því að hann komist til áhrifa innan flokksins og kannski á þing.

Hugsanlegt er að formenn stéttafélaganna hafi skipað honum að segja þetta, hann hefur ekki haft mikið fyrir að hlusta á þá hingað til. Kannski er að verða breyting þar á, gott ef svo er.

Ef þessi blessaði maður, sem þiggur laun sín frá alþýðu landsins, hefði staðið vörð umbjóðenda sinna í stað þess að vera að vasast í pólitík, meðan uppsveiflan var hjá okkur, væru aðstæður betri í dag.

Þegar einhverjir formenn stéttarfélaga voguðu sér að benda á þá einföldu staðreynd, meðan uppsveiflan var, að raunverulegar launagreiðslur væru í flestum tilfellum mun hærri en taxtar og bæri því að færa taxtana upp til samræmis við það, var strax þaggað niður í þeim "vandræðagemlingum." Ef ekki tókst að fá þessa menn til að þegja, var séð til þess að þeim væri komið frá völdum. Í sumum tilfellum tókst það.

Við hrunið kom í ljós að það sem "vandræðagemlingarnir" höfðu sagt, rættist. Það fólk sem á annað borð hélt vinnu var umsvifalaust sett niður á taxta. Þett gerði það að verkum að laun þessa fólks lækkaði verulega. Nú er staðan svo að margir sjá sér ekki hag í að leita sér að vinnu. Svo lágir eru taxtarnir. 

Nú standa formenn stéttafélagana fyrir framan sitt fólk og þurfa að útskýra fyrir því hvers vegna þetta hafi skeð, hvers vegna forseti ASI sé að vasast í pólitík og hvers vegna samtök þeirra hafi sett fram kröfur til stjórnvalda að Ísland ætti að gerast aðili að ESB. Þetta var allt gert án þess að kannað yrði hjá félagsmönnum hvort vilji væri fyrir því. Sumum formanninum getur reynst þetta erfitt.

Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASI í umboði launafólks. Sem slíkur ber honum að standa á rétti þess, ekki að skipta sér af pólitík. Hann telur að stjórnmálastéttin hafi brugðist  launafólki, það er hárrétt, reyndar eru margir mánuðir síðan fólk áttaði sig á þessu. Gylfi telst til þess hóps sem hann kallar stjórnmálastétt og hefur því einnig brugðist launafólki.

Hvort verkföll verða í haust hefur Gylfi ekki hugmynd um, ef svo verður dettur ekki nokkrum manni í hug að spyrja hann um leifi. Verði verkföll í haust ber Gylfi Arnbjörnsson og ASI ábyrgð á þeim, alla ábyrgð. Það er vegna aðgerðarleysis hans og þeirra samtaka sem er í forsæti fyrir sem verkföll verða! Það var ekki tekið á málunum meðan hægt var.

 


mbl.is Íhuga verkföll í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm kannksi miskildi ég greinina, en var hann ekki að gagnrýna sitjandi ríkisstjórn harkalega.... rétt eins og þú. Þið eruð greinilega algerlega sammála!

Bjarni (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 21:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Bjarni, hann var að gagnrýna ríkisstjórnina.

Ég er hinsvegar að gagnrýna Gylfa, hann hefur staðið sig með eindæmum illa í stóli forseta ASI. Fram að þessu hefur hann fylgt vilja Samfylkingar í einu og öllu.

Þó hann gagnrýni stjórnvöld núna er það allt of seint. Hann hefur misst allt traust sinn umbjóðenda.

Ef honum verður ekki komið frá embætti forseta ASI, munu aðildarfélögin ekki hafa samvinnu í gegn um þau samtök. Þá verður ákveðið án afskipta ASI hvort verkföll verða eða ekki.

Gylfi hafði tækifæri til að ganga þannig frá málum að staða launþega væri skárri núna. Hann nýtti það tækifæri ekki og því ber hann ábyrgð á verkföllum ef þau verða.

Gunnar Heiðarsson, 20.5.2010 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband