Aumingja Jóhanna, allir á móti henni

Nú er fokið í flest skjól hjá Jóhönnu.

Eftir að henni tókst að véla Steingrím til fylgilags um ESB umsókn hélt hún að sigurinn væri unninn, einungis ætti eftir að fara í málamyndarviðræður við Brussel klíkuna, því auðvitað átti að samþykkja allar kröfur ESB. Í hennar huga er engin krafa frá þeirra hendi svo stór að ekki megi ganga að henni.

Fljótlega fór að bera á óþekkt hjá ýmsum innan samstarfsflokksins, það var jú eitt af kosningaloforðum þeirra að ekki yrði gengið til samninga við ESB, auk þess sem skýrt er kveðið á um þetta í stefnuskrá flokksins. Jóhanna var ekki hrifin af þessum óþekktarormum og skipaði aumingja Steingrími að hafa hemil á sínu fólki.

Tveir þriðji hluti þjóðarinnar var á móti umsókn. Jóhanna hlustaði ekki á það. Þetta fólk vissi einfaldlega ekki neitt í sinn haus, hún vissi betur og því engin ástæða til að fara eftir vilja fólksins.

Áfallið kom svo í vetur þegar ESBsinni nr.1 Jón Baldvin lét hafa eftir sér að sennilega væri ekki skynsamlegt að halda áfram þessari þrjósku, að minnsta kosti væri sennilega betra að fresta málinu. Stuttu seinna kom ESBsinni nr2 Ingibjörg Sólrún með svipaða tölu, að vísu ekki hér heima, heldur við þýskan fréttamann. Enn lætur Jóhanna þetta sér um eyru fjúka, en sennilega hefur hún ekki verið sátt við þessa tvo fyrirennara sína í formannssætinu. 

Nú dynja á henni ein ósköpin enn, sennilega vill ESB ekki ræða neitt meira við hana, vegna þess að þeir telji ekki vilja til þessa hjá meirihluta landsmanna. Auk þess sjá þeir það sem hún ekki skilur, ríkisstjórnin er klofin í þessu. Hvernig ætlar Jóhanna að snúa sig út úr þessu? Hún ætlar kannski bara að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist, þessi framkvæmdarstjórn veit hvort eð er ekkert í sinn haus, hún veit betur og þeir skulu bara hlýða.

Það er gleðilegt að þessari vitleysu skuli kannski vera að ljúka, það er þá kannski hægt að nota hluta af þeim peningum sem í þessa umsókn var ætlað, til að standa vörð um aldraða, öryrkja og sjúklinga.

 


mbl.is ESB efast um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já, aumingja Jóhanna eigum við ekki að vorkenna henni?

En er þessari vilteysu fyrir alvöru að ljúka? Munu þau bara ekki svíkja okkur þarna inn hvað sem kostar?

Mér finnst þetta góð tillaga hjá þér Gunnar að setja þessa peninga til að standa vörð um aldraða, öryrkja og sjúklinga. Mætti til þess gera sérstakan sjóð. Því við eigum eftir að sjá enn fleiri álögur á okkur sem koma sér verst fyrir þessa málaflokka.

Vonumst eftir að þegar að þetta lið verður farið frá þá muni þetta einmitt verða gert. 

Guðni Karl Harðarson, 20.5.2010 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband