Lundinn loksins fallinn

Víglundur Þorsteinsson var nærri gráti í fréttum í kvöld og sagði að þessi spor sín í héraðsdóm til að óska eftir gjaldþrotaskiptum hafi verið þung. Það væri sárt að sjá á eftir 50 ára ævistarfinu.

Ekki efa ég að manninum hefur liðið illa. Honum hefur kanski verið hugsað til þeirra sem hann hefur rekið þessa leið á undanförnum árum. Það eru margir einstaklingar og minni fyrirtæki sem hafa orðið gjaldþrota eftir viðskipti við þennan mann. Hann hefur verið duglegur við að koma öðrum á hausinn.

Saga Víglundar í viðskiptum og rekstri fyrirtækja á Íslandi síðustu fimmtíu árum er skrautleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ekki ætla ég að fara yfir þá sögu hér, en nefni þó ein viðskipti sem hann gerði fyrir ekki svo löngu síðan.

Sementsverksmiðjan ohf. átti í rekstrarvandræðum, á henni hvíldi fjárskuldbinding vegna lífeyristryggingar upp á tæpar fimm hundruð miljónir. Þessi skuldbinding fylgdi verksmiðjunni þegar henni var breytt í opinbert hlutafélag. Rekstrarvandi verksmiðjunnar var upp á svipaða upphæð, stjórn fyrirtækisins gerði ítrekaðar tilraunir til að fá ríkið til að létta þessum skuldbindingum af verksmiðjunni, það hefði komið rekstrargrundvellinum undir hana aftur. Því var alfarið neitað af stjórnvöldum. Auk þess gekk sú saga að BM Vallá skuldaði sement upp á um fimmhundruð miljónir á þeim tíma, þetta fékst aldrei staðfest og var því heldur ekki neitað.

Stjórnvöld ákváðu að selja frekar verksmiðjuna og var hún sett í svokallað söluferli. Þar kom fram að þessi skuldbinding ætti að fylgja með í kaupum og gefið út að lágmarksboð væri um fjögurhundruð og fimmtíu miljónir.

Eftir að tilboð höfðu borist var ákveðið að fara í viðræður við Víglund og viðskiptafélaga hans. Gefið var út að hans tilboð væri hagstæðast. Skemmst er frá því að segja að þegar upp frá samningaborðinu var staðið þá fékk hann verksmiðjun á tæpar sjötíu miljónir og ríkið tók til sín lífeyrisskuldbindinguna!    Á lagerum verksmiðjunnar voru sementsbyrgðir fyrir fleiri hundruð miljónir, þar að auki var ný búið að endurnýja allan bílaflotann en líklegt er að hann einn hafi verið meira virði en söluverð verksmiðjunnar. Á þeim tíma sem hann er búin að eiga verksmiðjuna er búið að fækka starfsfólki þar niður í nánast ekki neitt.

Þeir sem hafa þurft að eiga viðskipti við Víglund Þorsteinsson hafa yfirleitt ekki riðið feitum hesti frá því. Hann hefur verið einstaklega harður í innheimtum en hinsvegar hefur oftar en ekki þurft lögfræðinga til að fá hann til að greiða öðrum.

Ég efast ekki um að spor hans hafi verið þung í dag, samúð mín ristir hinsvegar ansi grunnt og er ég viss um að svo eigi við um marga.

Það fólk sem er í vinnu hjá þeim fyrirtækjum sem nú fara í gjaldþrot hefur hins vegar alla mina samúð.


mbl.is BM Vallá óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er enginn að pæla í þinni samúð þaðe ru allir að hugsa um þá fjölmörgu sem missa vinnuna núna, þeir sem þú telur upp hér að ofan, m.a. Sementverksmiðju fólkið, fékk flest vinnu strax og hefur notið lífsins síðan þá. Business er business en þjófnaður yfirvalda og Arion banka er annað, þá skiptir engu hvað þú heitir eða hvað þú hefur gert. Annað hvort erum við öll á sama báti í dag eða ekki, mundu það að þegar Titanik sökk þá komust hvítflibbarnir undan, hinir druknuðu vegna þess að samstaðan var engin.

Stebbi (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband