Þökk sé óstjórn "velferðarstjórnarinnar"
14.5.2010 | 20:10
Nú þegar búið er koma því svo fyrir að engin frekari aðstoð verði veitt fjölskyldum í landinu, samkvæmt samkomulagi við IMF, verður ekki hægt að sækja meira fé til þess.
Þá er ráðist á næsta hóp, aldraðir, öryrjar og þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda eru næstir á dagskrá. Skiptir þar einu þó stjórnvöld hafi svikið bætur til þessa hóps og lífeyrissjóðir séu að skerða greiðslur til þeirra.
Það er óhugnanlegt að hugsa til haustsins og næsta veturs. Þegar við ættum að vera að komast út úr verstu hremmingunum eru líkur á að neyðin verði enn meiri en hingað til.
Þökk sé óstjórn "velferðarstjórnarinnar".
Velferðarþjónustan skorin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ríkisstjórnin segist þurfa að skera niður í velferðarkerfinu. Það skilja svo sem allir, nema þeir sem hata ríkisstjórnina, en það eru mest kjánar svo hugur þeirra skiptir engu máli. Svo þarf líka að ná í rassgatið á þeim þúsundum Íslendinga sem svindla á velferðarkerfinu. Margir milljarðar þar í húfi. Bara í minni litlu götu veit ég um 6 einstaklinga sem eru að svindla. Öryrkjar í svartri vinnu, sambúðarfólk skráð á sitthvort heimilisfangið ..................
Polli, 14.5.2010 kl. 21:32
Polli hefur sett inn þessa athugasemd víðar en hér, en mig langar til þess að benda honum á að félagsmálaráðherrann var EKKI að tala um að sigta út þá sem svindla á kerfinu og spara á þann hátt.
Ætlun ráðherrans er að skera niður þannig að bitni jafnt á heiðarlegum sem óheiðarlegum.
Kolbrún Hilmars, 14.5.2010 kl. 21:49
Ég las fréttina Kolbrún. Var bara að benda á að fækkun svindlaranna minnkar þörfina á niðurskurði. Þú skilur það auðvitað mætavel og ert því væntanlega sammála.
Polli, 14.5.2010 kl. 21:53
Ég er sammála þér, Polli. Vandamálið er bara hvort ráðherrann er sammála okkur?
Kolbrún Hilmars, 14.5.2010 kl. 22:04
Ætli það nú ekki, ætli Íslendingar almennt séu ekki sammála þessu, nema auðvitað svindlararnir!
Polli, 14.5.2010 kl. 22:08
Auðvitað á að ná svindlurum, það fólk sem svindlar á velferðakerfinu er engu betra en bankaræningjarnir!
Það er ekki þetta sem ráðherra var að fjalla.
Gunnar Heiðarsson, 15.5.2010 kl. 09:44
Málið er að það hefur ekki verið veitt nein aðstoð hingað til,bara lenging í hengingarólinni.Fólk átti eftir formúlunni að borga niður lausaskuldir í frystingunni,en það hefur bara ekki gengið eftir það kom um leið holskefla af hækkunum og fólk sem frysti til dæmis hjá Íslandsbanka,missir alla möguleika á að lifa eðlilegu lífi það er á svörtum lista hjá bankanum.Stór hluti af þessu fólki fer beint í gjaldþrot.
Það verður ekki gaman að sjá hvað gerist í haust,sumir tala um annað kerfishrun,sumir byltingu og ef annað hrun verður staðreynd þá stækkar þessi hópur all verulega.
Friðrik Jónsson, 15.5.2010 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.