STÓRMERKILEGT!
14.5.2010 | 09:11
Steingrímur áttar sig kannski núna á að grundvöllur fyrir tekjum af sköttum er að fólk hafi vinnu og tekjur. Það borgar enginn skatt af engu.
Sú aðferð þessarrar ríkisstjórnar að ætla að komast út úr kreppunni með aukinni skattlagningu er út í hött. Meiri vinna, aukin atvinnutækifæri og grundvöllur fyrir fyritækin gefur tekjur, ekki skattahækkanir.
Við erum ríkasta þjóð í heimi af auðlyndum og duglegu fólki. Skapið grundvöll fyrir þetta fólk til að nýta dugnað sinn og kunnáttu, þá mun Ísland komast út úr kreppunni.
Skattar hækka en tekjur minnka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæti ekki orðað þetta betur sjálfur.
En því miður þá hafa íslendingar sjálfir kallað yfir sig áframhaldandi kreppu - og það í lýðræðislegum kosningum.
Ergo, það er ekki Steingrímur og hans skattpíningarstjórn sem er hérna öxull hins illa, heldur er það nautheimskur almúginn með kosningaréttinn sinn.
Jón (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 09:22
Er nokkur von að ríkisstjórnin átti sig á vitleysunni,það sáu þetta allir heilvita menn fyrir,var bara ekkert hlustað á.
Er þetta ekki bara endurtekning á stjórnartíð Ólafs Ragnars,það var nú ekkert auðvelt að ná endum saman þá.
Friðrik Jónsson, 14.5.2010 kl. 10:44
Ég er ekki alveg samála þér Jón að þetta sé almúganum að kenna. Alþýðan í landinu er ekki heimsk, hins vegar voru margir kjósendur fyrir síðustu kosningar sem ekki muna eftir vinstristjórn, eða aðkomu VG (Alþýðubandalags) að stjórn. Það er því von að þeir kjósendur hafi látið blekkjast af fagurgala þessara flokka. Þar að auki gátu frambjóðendur VG notað bankahrunið sér til framdráttar.
Það hefur nú sannast sem fyrr að þessum flokkum er ekki treystandi, um leið og þeir komast að völdum eru öll loforð fyrir bí. Vinstri grænir bættu um betur núna, loforðin voru svikin til að komast í stjórn og síðan áfram eftir að sest var í stólana.
Það er rétt hjá þér Friðrik, líkurnar á að þessi stjórn átti sig eru engar. Þar að auki eru örfáir hugsandi þingmen innan stjórnarliðsins og hafa þeir verið stjórninni erfiðir, þannig að í raun ríkir stjórnarkreppa. Hefur svo verið síðan þessi stjórn tók völdin.
Það er því einungis eitt í stöðunni: Stjórnin verður að fara frá, ef það kostar kosningar að mynda nýja stjórn, verður svo að vera.
Gunnar Heiðarsson, 14.5.2010 kl. 11:13
"Það borgar enginn skatt af engu." mikið væri gott ef þetta væri satt.
Íslendingar ásamt mörgum öðrum þjóðum eru í þeirri einkennilegu stöðu að borga skatta af skuldum. Með öðrum orðum, ég þarf að taka lán til að borga mér laun svo ég geti borgað skatta. Ríkið notar svo skattana til að borga vexti af lánum erlendra lánadrottna. Þetta er kallað endurreisn efnahagslífsins.
Fáránleikinn sést best í stöðu Grikklands þar sem ríkið skuldar 120% af landsframleiðslu. Eina ráðið til að forða Grikklandi frá gjaldþroti var að IMF og ESB lánaði þeim meira, þannig að skuldin færi upp í 150% af landsframleiðslu.
Svo snýst umræðan hér á landi um að persónugera fáránleikann, hvort það eigi að taka fallit bankamenn fasta og stofna til stóraukins kostnaðar við réttarhöld og vistun á kostnað skattgreiðenda einu og hálfu ári eftir að öllu var eytt. Hvernig væri að vakna.
Mason, 14.5.2010 kl. 12:16
Ég er 100% sammála þér Gunnar,en hvað á að taka við? þetta er allt jafn rotið virðist vera og allir tilbúnir að ljúga sig í stjórn og svíkja daginn eftir loforðin.
Friðrik Jónsson, 14.5.2010 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.