Gylfi segist treysta nýju bönkunum!

Það er erfitt að vera sammála Gylfa í þessu. Að vísu er sjálfsagt rétt hjá honum að flestir almennir bankamenn voru að vinna vinnuna sína, en allir stjórnendur hljóta að hafa vitað að hlutirnir voru ekki í lagi. Annars hafa þeir ekki haft vit á fjármálum.

Því eru allir stjórnendur meðsekir, mismunandi mikið að vísu. Það hefur síðan sannað sig, sumir þessara stjórnenda voru settir í lykilstöður nýju bankanna og hafa þeir verið duglegir að færa vinum sínum fyrirtækin aftur og- eða fellt niður stórar skuldir fyrir þá. Á meðan er ekki hægt að gera neitt gagnlegt fyrir hinn almenna borgara. Sumir þessarra stjórnenda eru enn við völd í bönkunum.


mbl.is Gylfi treystir íslenskum bankamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband