Hvort hefur Steingrímur rétt fyrir sér núna eða þegar hann var í stjórnarandstöðu?

Það er annað hljóð í Steingrími nú en þegar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytin voru sameinuð. Þá hafði þessi maður hátt á þingi og benti meðal annars á að það þyrfti að skoða fleiri þætti en peningalegu hlið málsins. Auk þess efaðist hann um að sá sparnaður sem væri áætlaður af þeirri sameiningu myndi skila sér.

Hvernig væri að skoða þá sögu? Skilaði sá sparnaður sem átti að verða sér? Hver er virkni ráðuneytisins eftir þessa breytingu? Eiga þeir sem þurfa á þjónustu ráðuneytisins jafn góðan aðgang og fær fólk jafn góða þjónustu og fyrir sameiningu?

Það er aldrei betra tækifæri en nú til að nota söguna sér til hjálpar. Gögn um áætlaðan sparnað liggja fyrir, einnig ætti að liggja fyrir raunverulegur sparnaður. Virknina er hægt að sjá og bera saman við hvernig hún var áður. Það er tiltölulega auðvelt að komast að því hvort þjónustan er jafn góð og áður og hvort fólk á jafn gott aðgengi til að reka sín mál hjá ráðuneytinu.

Ef þessi vinna er unnin, af óvilhöllum aðilum, er hægt að sjá hvort Steingrímur hafði rétt fyrir sér þá eða nú.


mbl.is 350 milljóna sparnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband