Stjórnarkreppa?

Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking gerðu mistök fyrir hrunið. Þetta er staðreynd og lítið hægt að gera við því annað en að læra og bæta það sem bætt verður.

Nú hafa Samfylking og vinstri grænir fengið að sanna sig í rúmt ár. Því miður er ekki hægt að sjá að Samfylkingin hafi mikið lært, að minnsta kosti kemur það ekki fram í verkum hennar. Öllu verra er að eini flokkurinn sem gat sagt að hann ætti ekki þátt í hruninu, virðist ekki heldur hafa lært af mistökum hinna. Allar gerðir þessarar ríkisstjórnar eru með þeim hættti sem mest var gagnrýnt í hrunskýrslunni.

Vinstri grænir eru svo blindaðir af því að kenna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki um, að í þeirra augum er allt sem þessir flokkar gerðu verk hins illa. Þar skiptir ekki máli hvert málefnið er, ef það er komið frá þessum flokkum er það vont og ekki má gera slíkt aftur. Formaður Samfylkingar er sammála, sennilega eru þó margir kjósendur þess flokks skynsamari en svo að þeir átti sig ekki á þessari vitleysu í formanninum, þó þeir þori ekki að opinbera slíkar hugsanir.

Þeir flokkar sem nú eru í stjórn voru kosnir af þjóðinni vegna loforða um gagnsæi, að standa vörð um heimilin og ætla að byggja upp svokallað norrænt þjóðfélag.

Við urðum vitni að gagnsæinu strax á hveitibrauðsdögum þessarar stjórnar, meðan hún sat í minnihluta með aðstoð Framsóknarflokksins. Þá strax voru loforð svikin, farið var í icesave viðræður þrátt fyrir að sá flokkur sem lofaði að verja stjórnina falli hafi farið sérstaklega fram á að slíkt yrði ekki gert fyrr en að loknum kosningum. Sviksemin var slík að örfáum klukkutímum áður en samningurinn var lagður fyrir þingið, þrættir fjármálaráðherra fyrir að eitthvað væri í gangi. Síðan þetta var, fyrir um ári síðan, hefur hvert málið af öðru komið upp þar sem pukur og leynimakk stjórnarinnar er opinberað.

Staðan um vörð heimilanna í landinu hefur verið ansi lítil af hálfu stjórnarinnar. Það litla sem gert hefur verið er bæði allt of lítið og of seint til að gagnast nokkrum. Sumar aðgerðirnar hafa beinlínis aukið vanda þeirra sem hafa ætlað að nýta sér þær. Við horfum nú fram af hengifluginu og ef ekki koma til einhvejar raunhæfar aðgerðir strax munum við horfa upp á mikla skelfingu í haust.

Þetta svokallaða norræna samfélag, sem stjórnvöld hæla svo mikið, er eitthvað óskilgreint afkvæmi kosningaráróðurs. Þar er væntanlega verið að vísa í aukna aðstoð við fólk frá ríki og bæ. Þessa aðstoð á síðan að fjármagna með auknum sköttum. Við erum að vísu búin að fá skattkerfi í samræmi við það sem verst þekkist á hinum norðurlöndunum en aðstoðin lætur hins vegar á sér standa. Fólk vill fá vinnu, ekki ölmusu. Íslendingar eru þekktir fyrir dugnað, ef lán fólks verður leiðrétt og ef nóga vinnu er að hafa getum við bjargað okkur.

Þessi stjórn er rúin öllu trausti, hún hefur ekki þingmeirhluta til að koma málum sínum í gegn um þingið. Það ríkir því í raun stjórnarkreppa og hefur svo verið í meir en ár.

Það er kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig, ef það þarf kosningar til verður svo að vera.

Við getum ekki unað við stjórnarkreppu mikið lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband