Siggi er hræddur og þorir ekki heim
10.5.2010 | 20:48
Hvað er eiginlega í gangi? Er veruleikafyrringin virkilega slík hjá þessum manni að hann telji sig geta sett saksóknara skilyrði?
Sigurður Einarsson ætlar ekki að mæta til yfirheyrslu fyrr en hæstiréttur hefur gefið sinn úrskurð um varðhald félaga sinna. Nú hefur rétturinn staðfest úrskurðinn og væntanlega kemur tilkynning frá Sigurði um að hann muni ekki mæta. Hann hefur reyndar boðið saksóknara að koma út og yfirheyra sig þar, hann hefur einnig boðið honum að koma til landsins ef hann fái staðfest að verða ekki hnepptur í varðhald.
Það er greinileg að Sigurður Einarsson er hræddur, væntanlega vegna þess að hann veit að hann er sekur. Það á ekki að sýna honum neina miskunn, það á einfaldlega að sækja manninn með lögregluvaldi.
http://visir.is/sigurdur-setur-skilyrdi-fyrir-heimkomu-/article/2010187116336
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.