Steingrímur J Sigfússon
10.5.2010 | 16:23
Steingrímur biður menn að sýna biðlund, fólk má semsagt ekki fá að fylgjast með hvað er í gangi og því síður gagnrýna störf hans. Það á bara að bíða og sjá til, svo þegar fjármálaráðherra þóknast, má tjá sig, menn verða samt að tala varlega.
Steingrímur vill að menn sýni biðlund! Hvenær sýndi þessi ágæti maður biðlund þegar hann var í stjórnarandstöðu? Menn eru kaldir að kasta steinum í glerhúsi!
Það hefur ekki hvarflað að Steingími að þó hann hafi samþykkt við stjórnarmyndum að ráðuneytum yrði fækkað, þá sé það kannski ekki vilji kjósenda flokksins. Ekki frekar en aðildarviðræður um inngöngu í ESB.
Það hefur ekki hvarflað að Steingrími að flokksfélagar eru kannski búnir að fá nóg af svikum frá honum.
Það hefur ekki hvarflað að Steingrími að sumir þingmenn flokksins og sumir ráðherrar séu kannski í betri tengslum við hinn almenna flokksfélaga og gjörðir þeirra markist af því.
Það hefur ekki hvarflað að Steingrími að hanns tími sé liðinn, löngu liðinn!
Tímasetning sameiningar óákveðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gamlir marxistar eru allir er löngu komið fram yfir síðasta söludag, og flestir græningjar líka, það er bar ekki nokkur möguleiki á að þeir geti skilið það, þeir búa hvort eð er á annari plánetu en við hinir, og það gildir fyrir alla hans méðráðherra.
Bjössi (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 17:33
Fylkingarkomminn í Seðlabankanum er gott dæmi um mann sem seldi allar sínar hugsjónir fyrir sstólinn og launin - þau hljóta að horna til hans Ragnar skjálfti og Birna Þórðar. Gamli kommafélaginn í hálauna kapitalísku starfi.
Hvað varðar breytingar á ráðuneytum og stofnunum þá hélt ég að Alþingi þyrfti að samþykkja slíkt - sjs talar eins og hann ætli bara að tilkynna því hvernig þetta eigi að vera og verði.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.5.2010 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.