Hvert er hlutverk fréttamanna?

Hvernig væri ef fréttamenn leifðu Ólafi og hanns fólki að vina sína vinnu í friði, í stað þess að elta hann á röndum og flytja af honum fréttir, réttar eða rangar.

Fréttamenn ættu frekar að flytja fréttir af líðandi stund, td hvernig ríkisstjórnin er koma okkur á kaldann klaka og fleira. Ef þeir hafa svona lítið að gera að þeir geti verið að velta sér upp úr ferðum sérstaks saksóknara, ættu þeir að hafa tíma til að fylgjast með og kryfja þær fréttir sem skipta máli fyrir framtíðina.

Það er ekki að sjá að fréttamenn séu að standa sig, td komu fréttir af svikasamningi ríisstjórnarinnar við IMF fyrst fram á bloggsíðum, þá fyrst tóku fréttamenn við sér, rúmri viku eftir að samningurinn hafði verið gerður.

Hvað er að gerast í ESB viðræðunum?  Hvað er ríkisstjórnin búin að eyða nú þegar í sambandi við þær og hvað er áætlað að miklu fé verði varið á þessu ári? Hvað varð um skjaldborgina? Hver er geta bankanna til að leiðrétta hag hins almenna borgara? Hvað eru sömu bankar búnir að afskrifa hjá fyrirtækjum landsins? Þessar spurningar og margar fleiri brenna á okkur, fréttamenn eiga að hafa aðgang að þessum upplýsingum og ber skylda til að upplýsa okkur.

Það er greinilegt að fréttamenn hafa algjörlega hlaupið yfir alla umfjöllun um þá sjálfa í hrunskýrslunni.

Það var svo sem gott og gilt hjá þeim að fjalla um skýrsluna, en meira liggur á að fjalla um líðandi stund. Sérstakur saksóknari er nú þegar að vinna að því að finna og handsama þá menn sem ryksuguðu bankana, sérstök nefnd þingsins er að fara yfir hugsanleg brot ráðherra og þingmanna í undanfara hrunsins. Þegar þessir aðilar hafa eithvað að segja okkur gera þeir það. Það er í það minnsta ekki kominn tími til að krefja þessa rannsóknaraðila um svör. Þeir þurfa að fá tíma til að vinna sín mál.

Nú ríður á að fréttamenn taki sig til í andlitinu og fari að gera það sem þeim er ætlað; að veita stjórnvöldum aðhald og upplýsa fólk um þær gjörðir sem koma til með að skipta okkur máli til framtíðar.

Fortíðin er liðin, við getum litlu breytt með hana. Vonandi verða þó þeir sem eiga sök í vandræðum okkar dregnir til saka. Framtíðin er framundn, liður í að hún verði bjartari er að fréttamenn standi vaktina og sjá til þess að stjórnvöld sýni fram á að þau séu að vinna að því. Fréttamenn eiga að krefjast allra upplýsinga um störf og gerðir stjórnvalda á hvejum tíma og upplýsa fólk.

Það er ekki nóg að flokkar lofi gagnsæi og að allt sé upp á borðum fyrir kosningar. Þeir verða að standa við það. Það er hlutverk fréttamanna að sjá til þess!

Það er ekki eðlilegt að fréttamenn séu að láta bloggara vinna fyrir sig!


mbl.is Röng frétt um ferðir Ólafs Þórs í DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna hittir þú höfuðið á naglanum. Áherslur fjölmiðlana er óskyljanlegar. Viku eftir viku er fátt annað talað um en einhverja styrki sem voru veittir fyrir einhverjum árum þegar um þá ríktu litlar sem engar reglur og skipta afar litlu máli um stöðuna í dag i og hvað þá um framtíðina. Hinsvegar er ekki minnst á ráðstafanir eða ráðstöfunarleysi ríkisstjórnarinnar sem eru í besta falli umdeilanlegar.  Um þessa ríkisstjórn er farið með silkihönskum og það er nokkuð ljóst að það er ekki sama í hvaða flokki menn standa hvernig meðhöndlun þeir fá. Hér er engin fjölmiðill undanþegin nema kannski mogginn og RÚV er í broddi fylkingar.

Það er t.d. athyglisverður munur á  umfjöllun um sjálfstæðisflokksins og samfylkingar. Í einhverjar vikur var nánast ekkert talað um annað en svokallaða ofurstyrki sem sjálfstæðisflokkurinn fékk m.a. frá bönkunum og nokkrir kastljósþættir sérstaklega tileinkaðir efninu.  Seinna kemur í ljós að styrkir þessara aðila til samfylkingar voru síst minni nema að að samfylkingarmenn tættu þá í marga smærri einingar og dreifðu víða til að fela verknaðinn. Um þessa styrki er vart fjallað og kastljósmenn hreyfa sig ekki.

Hver skyldi ástæðan vera?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 13:54

2 Smámynd: Landfari

Stefán, þetta er allt háð "hlutlausu" mati fréttamanna.

Landfari, 10.5.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband