Burt með þessa ríkisstjórn.
7.5.2010 | 09:50
Afrekaskrá þessarar ríkisstjórnar ætlar að ná enn hærri hæðum. Nú þegar var afrekaskráin orðin þannig að þessarar stjórnar verður mynnst sem þeirra verstu í sögu landsins. Svo bætist þetta við.
Það er löngu ljóst að Jóhanna er ekki stjórnandi, hún hefur ekki getu til að stjórna flokk sínum hvað þá ríkisstjórn og landi.
Það er einnig orðið ljóst að Steingrímur hefur ekki það peningavit sem ætlast á til af fjármálaráðherra. Hann hefur heldur ekki stjórn á sínum flokki. Mesta vandamálið varðandi Steingrím er þó að hann getur ekki verið í stjórn, hann er stjórnarandstöðumaður í eðli sínu og ætti að halda sig við það.
Stjórnarkreppa heitir það þegar ríkisstjórn kemur ekki fram sínum málum vegna skorts á meirihluta þingmanna. Við höfum nú búið við slíka stjórn í meira en ár, það er sennilega heimsmet hjá lýðræðisríki. Nú er mál að linni.
Menn geta deilt um hvort vinstri eða hægristjórn sé hæfari til að koma okkur út úr þessari kreppu. Það er hinsvegar ekki hægt að deila um að stjórn sem ekki hefur nægan þingmeirihluta getur það engan veginn. Þannig stjórn gerir ekkert nema það allra nauðsynlegasta og varla það. Við komumst ekki út úr kreppunni með því að gera ekki neitt.
Ríkið rúið trausti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. En eru þetta ekki bankarnir sem að hann Össur Skarphéðinsson og Árni Þór Sigurðsson græddu sínar milljónir á í sölu bréfa...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.5.2010 kl. 10:31
Það er rétt að ríkið er rúið trausti, því miður gerðist það löngu áður en Skalla-gallagrímur og heilög Jóhanna settust í ráðherrastólana.
Það er nú ekki feita gelti að flá á Alþingi, og ekk skánar það síðustu daga,Óli Björn og Sigurður Kári !!! Þvílíkt og annað eins !!!
drilli, 7.5.2010 kl. 10:58
Ekki vil ég sjá B & D aftur vid völd. ALDREI....svoleidis vidbjódur á ekki ad komast til valda.
ALDREI AFTUR NAUTHEIMSKA GLAEPAMENN VID VÖLD
Rétt skal vera rétt (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 11:19
Til hvers þá að vera með alþingi ef það er léleg ríkistjórn sem getur ekki þvingað sínum málum í gegn í krafti flokkshollustu og þingmeirihluta... Best væri sennilega að Dabbi kóngur myndi bara fá að vera einræðisherra ekki satt? Þá gæti hann drifið málin í gegn...
Stefán (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 12:18
Sammála þér Gunnar með að þessi ríkistjórn er verri en gagnlaus en ég vill samt ekki sjá B & D koma aftur því við þurfum að hreinsa vel til hjá okkur áður en við erum aftur tilbúin til að taka við.
Það er því miður sár sannleikurinn í þessu öllu.
CrazyGuy (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.