Siðblinda
7.5.2010 | 07:31
Sigrún Björk opinberar siðblindu sína með þessu. Að halda að það bæti málið að rifta samningnum breyti einhverju er út í hött. Sú staðreynd að kaupmálinn var gerður gerir hana óhæfa sem stjórnmálamann.
Þau rök að farið hafi verið að lögum er sjálfsagt rétt en stjórnmálamenn verði að miða gerðir sínar eftir siðferði, það er forsemda fyrir aukinni trú fólks á þeim.
Þó Sigrún Björk og eiginmaður hennar hafi strangt til tekið farið að lögum þá er þetta siðferðisbrestur. Það er staðreynd að gjörningur þeirra var gerðir degi áður en húsleit var gerð á vinnustað eiginmanns hennar, kannski tilviljun en það er samt erfitt að trúa því.
Viðtal við hana á RUV var eiginlega hlægilegt, hún var greinilega ofsareið og átti ekki að láta taka við sig viðtal á þeim tímapunkti. Þar lét hún orð og æði ganga það langt að það eitt og sér ætti verða tilefni til afsagnar.
Ef siðferðisvitund Sigrúnar væri í lagi hefði hún sagt sig frá sæti sínu á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Fella kaupmálann úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenær hefur siðferðisvitund sjálfstæðismanna verið í lagi?
Hamarinn, 7.5.2010 kl. 09:26
Siðferðisleysi þingmanna er ekki bundið við sjálfstæðisflokkinn, þetta krabbamein er í öllum flokkum, þó er samfylkingin sennilega jafnverst á þessu sviði. Lengi vel leit út fyrir að VG væru vammlausir, það hefur síðan komið í ljós að ástæða þess var einfaldlega vegna þess að þeir komust ekki til valda. Nú þegar þeir hafa verið í stjórn í rúmt ár hafa þeir sýnt og sannað að þeir eru ekki eftirbátar hinna flokkanna.
Gunnar Heiðarsson, 7.5.2010 kl. 09:58
Þetta er allt sama skítaliðið, engum er treystandi .
Hamarinn, 7.5.2010 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.