Hver er að ljúga?
6.5.2010 | 08:56
Það kom fram í viðtali við Láru V Júlíusdóttir formanns bankaráðs Seðlabankans, í fréttum í gær, að Má Guðmundsyni hefði verið lofað launum upp á ca 1700 þúsund, óháð úrskurði kjararáðs. Því væri tillaga hennar um að hækka laun hanns um 400 þúsund ofaná úrskurð kjararáðs einungis til að leiðrétta úrskurð kjararáðs.
Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að þessi hækkun sé hneikslanleg og kannast ekki við að neinn samningur hafi verið gerður við Má. Seðlabankinn heyrir ekki undir hanns ráðuneyti og allir sem hafa fylgst með samstarfi formanna ríkistjórnarflokkana vita að heiðarleikinn milli þeirra er ekki uppá marga fiska. Það er því sennilega hægt að taka Steingrím trúanlegan í þessu máli.
Í fréttum á sunnudagskvöldið sagðist forsætisráðherra, sem Seðlabankinn heyrir undir, ekki hafa lofað Má neinum ákveðnum launum. Síðan þá hefur hún farið undan í flæmingi og neitað öllum viðtölum fréttamanna um málið.
Nú kemur yfirlýsing frá Hrannari B Arnarsyni um að forsætisráðherra hafi ekki gefið Má nein loforð eða fyrirheit um launakjör. Ef þetta er rétt, hver gaf þá loforðið? Lofaði Hrannar honum þessu í umboði Jóhönnu?
Hvað sem öllu líður þá er einhver að ljúga.
Er Már að ljúga? Ef svo er getum við varla treyst honum fyrir Seðlabankanum, ekki viljum við lygara þar.
Er Lára að ljúga? Ef svo er á samstundis að setja hana af úr stjórn Seðlabankans, það gengur ekki að lygarar séu í stjórn hanns.
Er Steingrímur að ljúga? Kannski og kannski ekki. Seðlabankinn heyrir reyndar ekki undir hanns ráðuneyti, en hann er jú formaður annars stjórnarflokksins og ber því ábyrgð sem slíkur.
Er Jóhanna að ljúga? Ef svo er hefur hún endanlega fyrirgert rétti sínum til setu á alþingi og ber því að segja af sér strax. Stjórnmálamenn í löndum sem við teljum spiltari en okkar, þau eru til þó ótrúlegt sé, hafa verið látnir taka pokann sinn fyrir minna.
Er Hrannar að ljúga? Það kæmi manni ekki á óvart. Ef svo er á Jóhanna að opinbera það og fá sér traustari aðstoðarmann.
Lygarann verður að finna, ef alþýða landsins á að fá einhverja trú á stjórnmálamönnum verður að upplýsa hver lygarinn er og láta hann taka sína refsingu.
Meðan sannleikurinn kemur ekki fram í þessum skrípaleik eru allir aðilar hanns sekir um lygar.
Það má svo ekki gleyma þeirri staðreynd að samkvæmt lögum um Seðlabankans ber kjararáði að ákveða laun og kjör seðlabankastjóra. Það þarf því væntanlega lagabreytingu til að breyta því. Þá vaknar upp sú spurning; hver voru laun síðasta bankasjóra og hvernig voru þau ákveðin? Framdi forsætisráðherra kannski lögbrot við ráðningu hanns?
Gaf Má ekki loforð um launin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig veistu að stjórnmálamaður er að fara að ljúga?
Hann/hún opnar munninn....
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.