Sér-vitringar og sér-trúarfólk

Sér-vitringar hafa það sammerkt að þeirra eigin viska er sú eina rétta og flestir aðrir hafa rangt fyrir sér. Þessir vitringar hafa gaman af því að láta ljós sitt skína og eru óþreytandi við að koma sinni visku á framfæri. Oft tjá þeir visku sína eftir skoðanakönnunum, viskan er jú til að auka vægi þeirra í augum almennings, að eigin mati.

Við eigum til mikið af slíkum sér-vitringum. Sem dæmi vil ég nefna Eirík Bergmann, hann er duglegur við að láta í ljós visku sína um Evrópumál, enda titlar hann sig Evrópufræðing. Það er hinsvegar ákaflega erfitt að fá botn í hans mat á þeim málum, það fer eftir síðustu skoðanakönnun hvernig hann tjáir sig. Einnig er hægt að segja að flestir þingmenn okkar séu sér-vitringar.

Sér-trúarfólk er hinsvegar verra. Það hefur það sammerkt að þeirra trú er hin eina rétta og trú annar arfavitlaus og ekki umræðuhæf. Þeir fyrirlíta þá sem ekki eru sammála þeim og líta niður til þeirra. Þeir líta einnig niður til þeirra sem eru sammála þeim og líta á þá sem undirlægjur. Það er með öllu ómögulegt að gera þessu fólki til hæfis. Þetta fólk vill helst koma fram með sínar skoðanir þar sem engin er til að gagnrýna það. Það er oftast auðvelt fyrir hven þann sem hefur kjark til, að gagnrýna málflutning þessa fólks. Þegar það lendir fyrir því að fá gagnrýni reynir það að gera viðmælandann ótrúverðan og snúa sér þannig út úr málinu. Þegar það ekki gengur er ekki hikað við að fara aðrar og sóðalegri leiðir.

Sem dæmi um slíka menn má nefna Jón Baldvin, Davíð O., Ingibjörgu Sólrúnu og fleiri.  Jónas Kristjánsson sem oftast er titlaður ritstjóri, er sennilega mestur þeirra allra, hann er reyndar bæði einstakur sér-vitringur og sér-trúarmaður.

Það er því undarlegt að fréttastofa RUV skuli vera að draga þessa sér-vitringa og sér-trúarfólk í viðtöl og leifa því að láta móðinn mása, án allrar gagnrýni. Nú síðast í morgun var Jónas Kristjánsson fenginn í viðtal. Þar komst hann á flug þegar talið barst að bændum undir Eyjaföllum. Hann úthúðaði bændum fyrir slóðaskap og aumingjahátt vegna þess að þeir voru ekki búnir að bjarga hrossum í hús áður en aska tók að falla. Þeir bændur sem muna stríð Jónasar gegn bændum í lok áttunda áratugarinns og byrjun þess níunda kippa sér ekki upp við þetta, en það er hætt við að þetta gæti haft áhrif á yngri bændurna. Svo nýtur  fréttastof RUV mesta trausts þjóðarinnar! Það hlýtur þá að vera mjög lítið traust sem aðrar fréttastofur njóta.

Um sér-fræðingana ætla ég ekki að skrifa. Það eru nefnilega flest allir Íslendingar sér-fræðingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband