Kæri Jón Ásgeir
10.4.2010 | 13:56
Í bréfi þínu til Steingríms kvartar þú yfir að hafa þurft um árabil að sæta því að ráðamenn landsins hafi gefið sér fyrirfram ákveðna skoðun á þínum málum. Þú vísar þar meðal annars í átta ára baráttu við dómskerfið, sem þú reyndar hefur sjálfur komið fram með sleggjudóm um að hafi verið alfarið runnið undan rifjum eins stjórnmálamanns.
Þú segir meðal annars í þessu bréfi að niðurstaða dómstóla hafi verið á aðra lund en sleggjudómar valdsmanna. Vissulega varð niðurstaðan önnur en fólk almennt hélt, þú gast í kraft óhefts aðgangs að fjármunum stefnt fram her lögmanna og beittir einnig fyrir þig fjölmiðlum þínum. Þar að auki hafðir þú stuðning frá heilum stjórmálaflokki. Niðurstaðan var, að flest öllum ákærum var vísað frá, þær voru aldrei skoðaðar ofaní kjölinn eins og þú heldur fram. Það er því ekki vitað hvort þú varst sekur eða saklaus af þeim ákærum.
Þú biður Steingrím og aðra ráðamenn þjóðarinnar að gæta orða sinna og láta til þess gerð yfirvöld fjalla um málið. Hvorki Steingrímur né aðrir ráðamenn þjóðarinnar hafa tjáð sig um þetta mál á þann veg að um sleggjudóma sé að ræða, þau voru einfaldlega að tjá sig um ákveðna frétt.
Þú talar um mikla ábyrgð ráðherra, hún er vissulega mikil. Hver er ábyrgð þeirra manna sem drottna yfir matvörumarkaðnum, hafa sterk ítök í flestum fjölmiðlum og var ráðandi í bönkum sem fóru á hausinn og setti fjármál fjölda Íslendinga í uppnám? Hver er ábyrgð þín?
Hjér má svo lesa bréfið frá Jóni til steingríms: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/jon-asgeir-bref-til-steingrims-j
Biður Steingrím að gæta orða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.