Hvað er eiginlega í gangi?
7.4.2010 | 17:21
Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að koma því inn í hausinn á sér að við getum ekki skattlagt okkur út úr kreppunni. Það setur okkur beint á hausinn. Eina leiðin til að koma okkur út úr kreppunni er að koma atvinnulífinu af stað. Það gerist ekki með aukinni skattheimtu á fyrirtækin.
Þingmenn stjórnarflokkana hafa haldið því fram um árabil að auka eigi ferðaþjónustuna í landinu, það sé skynsamlegra en önnur atvinnuuppbygging. Hvers vegna í ands.. er þá lagður aukinn skattur á þessa grein.
Á undanförnum árum hefur verið lyft grettistaki í ferðaþjónustu á Íslandi, nánast án nokkurra styrkja frá ríkinu. Þessi aðgerð stjórnvalda nú er ekki til annars en að rústa þessu.
Það verður að koma þessari stjórn frá strax, áður en það er orðið of seint.
Gagnrýna kostnaðarhækkarnir á flugfélögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.