Drögum lögbrjóta til saka.

Samkvæmt frétt RUV gerðist Álfheiður Ingadóttir brotleg við 13.gr. stjórnsýslulaga, þegar hún sendi Steingrími Ara Arasyni bréf þar sem hún tilkynnti honum um að hún hyggðist ætla að áminna hann.

Þegar fólk brýtur lög þarf það væntanlega að svara til saka. Eða á það kannski ekki við um ráðherra? Eru menn kannski stikkfrí frá lögum ef þeir stóðu fyrir búsáhaldabyltingunni? Maður spyr sig.

Þetta eru reyndar ekki einu lögin sem eru brotin undir ábyrgð Álfheiðar. Deila unglækna er stórt lögbrot, sem er framið af undirmönnum hennar og ber hún því ábyrgð á því líka.

Drögum lögbrjóta til saka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Athyglisvert..og væri ansi fróðlegt..þetta hyski niður á þingi heldur virkilega að það geti gert allann fjandann á þess að nokkuð sé að gert.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 5.4.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

.           

Já Gunnar þar liggur vandinn.  Alveg frá því að þessi stjórn varð til þá hefur hún stundað það helst að ganga á bak orða sinna.  Hún hefur og umgengist lög og stjórnarskrá eins og það sé eitthvað handa öðrum. Það er eins og að róttækum vinstri mönnum sé heimilt að brjóta lög og reglur á meðan aðrir þurfa að fara í felur með sín afbrot

Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2010 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband