Farðu nú að hætta þessu bulli og rendu að vinna vinnuna þína
14.3.2010 | 16:11
Það vellur bullið upp úr Árna Pál, ekki að það komi nokkrum á óvart.
Fyrst talar hann um að þessi glæpafyrirtæki hafi lánað einstaklingum án þess að kanna greiðslugetu þeirra. Er það ekki í hæðsta máta undarlegt? Gerir það ekki þessi fyrirtæki þá ábyrgð?
Síðan talar hann um að bílalánin verði aðlöguð að verðmæti bílanna. Hvernig í ósköpunum á að gera það? Reyndar er til alveg ágætis viðmiðun, það eru þau verð sem glæpafyrirtækin hafa verið meta bíla á sem þeir hafa tekið af fólki. Geri reyndar ekki ráð fyrir að að það verði gert, það er ekki hægt að ætlast til að glæpafyrirtækin þurfi að hlýta sömu skilyrðum og almenningur.
Um lögsóknina eiga best orð Steingríms J á þingi: Éttann sjálfur
Þá talar hann um að eðlilegt sé að markaðsvirði bifreiða sé veð fyrir lánunum, samt á að færa lánin niður "allt að 110% af markaðsvirði".
Í fréttina á mbl.is vantar þó rúsínuna í pylsuendann hjá Árna Pál. Hann sagði einnig í útvarpinu að ekki yrði gengið svo nærri glæpafyrirtækjunum að hætta yrði á að þau færu á hausinn.
Hvað segir það? Glæpafyrirtækin eru nú þegar farin að barma sér, eftir einn eða tvo fundi með ráðherra kemur væntanlega frá honum yfirlýsing um að ekki sé hægt að ganga eins langt og hann hefði viljað.
![]() |
Óttast ekki lögsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki getur þessi pistill þinn talist merkilegt innlegg í umræðuna. Hins vegar eru aðgerðir félagsmálaráðherra allrar athygli verðar og löngu tímabært að gera eitthvað fyrir yfirskuldug heimili í landinu.
Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 20:14
Stafsetning þín er ekki upp á mörg sjávardýr.
Nöldrari (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.