Hann á að skammast sín!!
12.3.2010 | 12:14
Steingrímur er orðinn þreyttur! Við erum líka þreytt!
Að þessi maður skuli voga sér að rífa kjaft og halda því fram að ríkisstjórnin hafi verið að vinna af fullum krafti. Ef honum finnst þetta yfir klór vera vinna, þá á hann að segja af sér. Hann er þá einfaldlega ekki vandanum vaxinn.
Hvað er svo ríkisstjórnin búin að gera fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu?
Það var gerður stöðugleikasáttmáli, sem er í raun bara fastlaunasáttmáli. Laun eru fryst en allt annað hækkar.
Bönkunum var gert að laga lánin hjá þeim sem verst stóðu. Það sem út úr því kom er einungis lenging í hengingarólinni.
Frestað var nauðungaruppboðum. Aftur lenging í ólinni.
Hvað fleira?
1 stk. aðildarumsókn inn í ESB.
2 stk. tilraun til að setja á okkur icesave lög, lög sem ekki er með nokkru móti hægt að standa við.
Þar að auki hafa sumir ráðherrar fallið í gamla kommóníska gírinn og eru nú komnir fjörutíu ár aftur í tímann.
Svo er þessi vesalings maður að heimta afsökunarbeiðnir, og það til feðginanna sem sennilega hafa gert landi og þjóð mestan óleik sem um getur.
Þreyttur á þessu kjaftæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sést best á þjóðfélaginu hvort að Skattgrímur Johann Mikkli segir satt eða ekki ,ef hann talar frá hjartanu er hann alvarlega sjúkur ( að mínu mati)eða hann er að tala kjark í kommatittina sína til að halda áfram um stund að rífa kjaft og segja að hvítt sé svart .Allt venjulegt heylbrigt fólk sér að hlutirnir eru ekki í lagi.
gudmundurgunnarþórðarson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 12:44
Eitt vantar algjörlega á afrekaskrá ríkisstjórnarinnar en það eru úrræði fyrir venjulega skuldara og heimilin í landinu. Þar hefur ekkert verið gert nema að setja bönkunum sjálfdæmi um úrræði sem þegar til kom felast eingöngu í lengingu á skuldunum á fullum vöxtum og verðbótum, afleiðingum glæpsamlegrar starfsemi bankanna sjálfra. Lenging skulda heimilanna er ekkert annað en lenging í snörunni. Ríkisstjórnin ætlar að tryggja að almenningur borgi allan skaðann sem varð af aðför bankanna gegn krónunni og efnahagskerfinu sem olli því að verðtryggingin æddi upp í himinhæðir vegna verðbólgu og hrapandi gengi krónunnar. Það er hróplegt óréttlæti að almenningur eigi að bera þetta tjón. Ef einhver ætti algjörlega að vera laus við ábyrgð á þessu er það þessi sami almenningur, launaþrælarnir sem geta sig hvergi hreyft vegna rýrnandi kaupmáttar, lækkandi launa, vaxandi atvinnuleysis og stöðugra verðhækkana í skjóli viðvarandi gengislækkunar krónunnar. Þetta er fólkið sem gerði ekkert af sér en glæpahyskið er verðlaunað með milljarða afskriftum, skuldhreinsunum fyrirtækja sem glæpahyskinu eru rétt aftur á silfurfati og áframhaldandi spillingar-ættingja og vinavæðingar í embættismanna- og bankakerfinu. Nú er mælirinn fullur, íslenskur almenningur verður að taka sig saman um að fella ríkisstjórnina og sækja þýfið til auðmannahyskisins hvar sem til þeirra næst og jafnvel kaupa "hitmen" til að fást við þá. Og Icesave draslið sem þjófarnir skildu eftir sig skal aldrei á herðar íslenskra skattgreiðenda!
...og ég kaus Steingrím af því að ég ól þá von í brjósti að hann mundi standa við eitthvað af stóru orðunum. Ég vona að þessi kosningamistök mín verði ekki notuð gegn mér á dómsdegi því þá verð ég látinn moka kolum á eldinn í neðra með lögfræðingunum, bankastjórunum, Birni Bjarnasyni og fleirum slíkum misyndismönnum.
corvus corax, 12.3.2010 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.