Þjóðvegur
10.3.2010 | 15:14
Auðvitað eiga Vestmaneyingar að fá sömu kjör og við sem mest notum Hvalfjarðargöngin. Þetta er þeirra þjóðvegur.
Reyndar ætti að fella niður gjaldið gegn um göngin. Þau eru löngu búin að borga sig. Það má rökstyðja það með þeim sparnaði sem ríkið hefur fengið af því að þurfa ekki að byggja upp veginn fyrir Hvalfjörð auk þess sem umferð um göngin hafa verið mun meiri en áætlað var.
Það á ekki að skattleggja neinn sérstaklega vegna búsetu. Við borgum skatta gegn um ýmsar skattálögur eins og td bensín- og olíugjald. Það er nógur landsbyggðarskattur þó ekki sé verið að láta fólk borga sérstaklega ef það þarf að fara einhverjar ákveðnar leiðir um þjóðveginn.
Vestmanneyjarferjan er þjóðvegur Vestmanneyinga.
Af hverju ættu þeir að þurfa að borga þegar Siglfirðingar eiga ekki að borga fyrir að fara Héðinsfjarðargöng?
Er það kannski eitthvað í tengslum við það hvaðan samgönguráðherra er?
Vilja gangagjald í Herjólf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.