Ætli hann hafi verið búinn að fá sér "einn"

Þetta skrifaði Sigmundur Ernir á heimasíðu sína 6. janúar síðastliðinn:

„Vitaskuld förum við í þjóðaratkvæðagreiðslu að ráði forsetans. Verði Icesave-lögin samþykkt í henni, er forsetanum varla sætt lengur. Verði Icesave-lögunum hafnað, er ríkisstjórninni varla sætt lengur.

Æ fleiri viðbrögð fólks allt í kringum mig telja mér trú um að forsetinn sé tæpari en stjórnin. Nú er enda spurt í lokin; endurreisn eða einangrun? Því falli samningurinn eru Bretar og Hollendingar með öll tromp á hendi … og sér svo sem ekki fyrir endann á þeim afleik …

Álit mitt á forsetanum er annars þetta: Hann tók eigin hag fram yfir þjóðarhag þegar hann neitaði lögunum staðfestingar. Hugvísindamaðurinn sjálfur beitti veikum rökum máli sínu til stuðnings; óvísindalegri könnun sem byggði á því ólíka mati fólks að borga ekkert, helst ekkert, eitthvað, eða ekki eins mikið - og svo var hitt og kannski lyginni líkara; á samtölum og áskorunum stjórnarliða sem enginn þeirra kannast við. Nákvæmlega enginn. Því máli fylgja fréttastofur vitaskuld eftir.“

Það er greinilegt að Sigmundur er í góðu sambandi við þjóð sína!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband