Ekki frétt
25.2.2010 | 21:45
Það getur varla talist frétt þó menn gangi af fundi í samningaviðræðum sem þessum, bara eðlilegt þegar ekkert er um að tala. Betra ef fyrr hefði verið. Það er ekki eins og heimurinn hrynji við þetta.
Það verður boðað til fundar aftur, þá erum við sterkari en áður. Það á aldrei að sýna viðsemjendum undirlægju, allra síst þegar um hrokafulla heimsveldissinna er að ræða.
Stöndum á okkar rétti, semjum ekki um neitt sem er óafturkræft fyrir Íslenska þjóð.
Bretar og Hollendingar eru þegar búnir að samþykkja, með því að koma að samningaborðinu, að okkur ber ekki lagaleg skylda til að borga. Eftirleikurinn ætti því að verða auðveldari.
Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki skrýtið að "ekki frétt" sé með 23 blogg?
Joseph (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 22:51
Áfram ísland lifi lýðræðið kjósum og segum nei.
Sigurður Haraldsson, 26.2.2010 kl. 00:18
Joseph: Það virðist enginn hafa lesið meira en fyrirsögnina af öllum þessum bloggum og þar með þessi greinarhöfundur. Þar keur fram að Íslendingar gengu aldrei af fundi, enda var hann haldinn í Íslenska sendiráðinu. Þetta er allt mistúlkun á miskilning ofan, eins og fyrirsögnin raunar gefur í skyn með orðinu "sagðir".
Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2010 kl. 11:08
Þó fundurinn hafi verið haldinn í Íslenska sendiráðinu gat Íslenska sendinefndin samt gengið af fundi.
Hvort þeir gerðu það eða ekki, veit ég að sjálf sögðu ekki, var ekki á staðnum. það er sannarlega rétt að í fyrirsögnini stendur "sagðir".
Ég var eingöngu að segja að það sé ekki óeðlilegt að menn gangi af samningafundi þegar málin eru komin í strand. Ég vona sannarlega að það hafi verið raunin í þessu tilfelli.
Gunnar Heiðarsson, 26.2.2010 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.