Hann þarf að borga.. ææ

Það er rétt, hann eignast ekki 10% í Högum, hann þarf að kaupa þá. Þó það nú væri. Hann hefur kannski vonast til að fá þetta bara svona gratís.

Það er 10% forkaupsréttur hans og 5% forkaupsréttur vina hans sem fólk vill ekki. Hann nær þá strax ráðandi hlut og mjög fljótlega nóg til að ná yfirtökurétti.

Menn sem eru búnir að spila allt frá sér eiga ekki að komast í þá stöðu að fá allt aftur. Til þess eins að halda áfram þar sem frá var horfið.

Það vill svo einkennilega til að það eru til fleira fólk á Íslandi sem getur rekið fyrirtæki og það með ágætum. Það er því engin ástæða til að fela þeim mönnum, sem áttu hvað stærstan þátt í að setja okkur á hausinn, völd á ný.

Menn eiga að vita hvenær þeirra tími er liðinn.


mbl.is Segir viðmót viðskiptavina Haga annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið er ég innilega sammála þér

það eru komin nokkur ár síðan ég hætti að versla við menn sem vilja ekki samkeppni

svo einfalt er það

Maggi (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 23:15

2 identicon

annað sem ég var að pæla

hann býr í höll sem er með 200% veði

ekki borgað krónu

á þessi maður að eiga til pening til að kaupa 10% hlut

hvar eru þá þessi peningar

á Tortolla?

spyr s´sem ekki veit

Maggi (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 23:18

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvar annarstaðar ættu þeir að vera? Einhversstaðar eru allir þessir peningar sem útrásarhvolparnir náðu út úr Íslensku fjármálakerfi fyrir hrunið.

Gunnar Heiðarsson, 25.2.2010 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband