Sjálfstæðir kratar!!

Það er með ólíkindum að fólk skuli þora að standa að stofnun slíks félags og það undir nafni sjálfstæðisflokksin. 

Öllum er vissulega leyfilegt að hafa skoðanir á öllum málum en þegar fólk sem gefur sig út fyrir að verja sjálfstæði og sjálfræði einstaklingsins  og er jafnvel í forsvari fyrir flokkinn er farið að aðhyllast ESB stefnu, þá er spurning hvort það sé ekki í vitlausum flokki.

Framkoma ESB og ýmissa aðildarríkja gagnvart okkur Frónbúum í kjölfari bankahrunsins er ein næg til að hafna aðild (aðildarviðræðum) að þessum klúbbi. Þá er ótalið allt sem þarf að "semja" við ESB um.  


mbl.is Sjálfstæðir Evrópumenn á stofnfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er rétt hjá þér Gunnar.  Þetta fólk er ekki sjálfstætt og hreint hugsandi eins og við frumstæðir Íslendingar. 

Þetta eru einhverskonar gallaðir kratar sem hoppa líkt og ráðvilltir þvaðrandi sirkus apar sem vantar tjóður. 

Hrólfur Þ Hraundal, 13.2.2010 kl. 09:23

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð lýsing!!!

Gunnar Heiðarsson, 13.2.2010 kl. 09:45

3 identicon

"Það er með ólíkindum að fólk skuli þora að standa að stofnun slíks félags og það undir nafni sjálfstæðisflokksin. "

Ertu að segja að það sé bannað að hafa sínar eigin skoðanir innan sjálfstæðisflokksins.

Það er ótrúlegt að þú teljist sjálfstæðismaður. Ég meina þú talar gegn því að fyrirtæki geti starfað í eðlilegu rekstrarumhverfi sem fæst ekki með krónunni. Þú talar gegn því að gera allt til að laða að erlenda fjárfesta sem vilja ekki koma nálægt krónunni. Þú talar gegn hagsmunum fólksins í landinu með því að dæmi það til lúta þrælahaldi verðtryggingarnar. Þú talar gegn fjármagnseigendum sem hafa tapað mest í heimi, hlutfallslega, af útlánum bankakerfisins. Þú talar fyrir áframhaldanadi hafta og tolla stefnu í landbúnaði. Þú hefur enga lausn fyrir gjaldeyrishöftin. Þú telur í alvörunni að fullveldi Íslands sé betur borgið utan ESB og þar með að við séum meira fullvalda en t.d. frakkland. Hvað segir Icesave deilan um það eða ferð okkar til AGS. Væri ekki betra að þurfa ekki að fara til AGS þ.e. að vera með EVRU. Gleymdu því ekki að þetta er ekki í fyrst, annað, þriðja, fjórða né fimmta sinn sem við leitum til AGS. Þú lítur fram hjá því að við höfum enga bandamenn þegar á reynir.

 Þú hefur enga framtíðarsýn.

Þú ert hræddur við breytingar. Búninn að sætta þig við að íslendingar eiga það skilið að: Vera með verðtryggðar skuldir, að geta aðeins fengið 500.000 í gjaldeyri, að taka ekki þátt í því að móta lög innan ESB sem gilda fyrir Íslendinga.

Þú ert enginn sjálfstæðismaður. Þú ert einfaldlega maður sem hlustar ekki á atvinnulífið, fólkið, fjármagnseigendur en aðeins ríkisstyrkta bændur og útvegsmenn.

Egill (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband