Áfram Ólafur

Ég vil bara benda Karli Th á þá staðreynd að þau orð og ummæli sem forsetinn hefur haft í frammi á erlendri grund eru sömu orð og ríkisstjórnin hefur notað sem rök fyrir samþykkt icsave laganna, að Niðurlendingar og Bretar beiti okkur þvingunum.

Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki þorað eða viljað halda uppi þessum málflutningi erlendis, væntanlega vegna hræðslu við að innganga í ESB klúbbinn gæti verið í hættu.

Það er því ekki hægt að tala um að forsetinn sé að tala gegn ríkisstjórninni, eini munurinn er að það sem ríkisstjórnin segir hér heima segir forsetinn erlendis. Áfram Ólafur.


mbl.is „Taktu leikhlé, herra forseti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband