Þessir menn ættu að skammast sín

Er það svona sem við ætlum að þakka frændum okkar í Færeyjum fyrir. Menn eru kannski búnir að gleyma því að það voru Færeyingar sem sýndu okkur traust og stuðning fyrst eftir bankahrunið. Ef það á að svara þeim stuðningi með því að leyfa gjaldþrota fyrirtæki á Íslandi fjárfesta í bönkunum þeirra, fer maður fyrst að efast um það hvort gott sé að vera Íslendingur.
mbl.is Hilda hf. eignast í Færeyjabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Undarlegt að FME athugi ekki hvernig fyrirtæki sem er eignalaust og getur ekki greitt skuldir sínar geti ráðist í slíkar fjárfestingar.

Árni Þór Björnsson, 30.1.2010 kl. 19:25

2 identicon

Mig langar til að blanda mér í þessar umræður til að leiðrétta leiðan misskilning sem hér er á ferðinni. Og svo það fari nú ekkert á milli mála, þá vinn ég hjá Saga Capital.

Staðreyndin er sú að hvorki Saga Capital né Hilda eru né hafa verið gjaldþrota eða eignalaus eða standa ekki í skilum með skuldir sínar, eins og hér hefur ranglega verið haldið fram. (Mögulega er verið að blanda inn í umræðuna gömlu lopafyrirtæki í Mosfellsbæ sem einhvern tíma bar nafnið Hilda!) Að auki, eins og fram kemur í fréttinni, er þetta ekki ný fjárfesting í Færeyjabanka. 

Ef frekari spurningar vakna, þá hvet ég ykkur til að leita upplýsinga um málið. Ég mun glöð svara fyrirspurnum í síma 565 2600 eða í gegnum tölvupóstinn: brynhildur@sagacapital.is.

Brynhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband