Ja hérna

Ég hélt nú satt að segja að Sigurður G hefði sagt sitt síðasta eftir Baugsdeiluna. Þar náði hann að láta vísa frá flestum ákærum vegna formgalla þannig að aðeins var dæmt í örfáum ákærum þess máls. Það er lélegur lögmaður sem þarf að beyta slíkri vörn. Við fáum aldrei að vita hvort eigendur Baugs á þeim tíma hafi verið sekir eða saklausir varðandi þær kærur sem vísað var frá dómi vegna "formgalla". Það læðist nú samt að manni sá grunur að kannski muni skýrslan varpa einhverju nýju ljósi á það mál, eitthvað sem  Sigurður G veit að muni koma fram og vilji því leggja sitt af mörkum til að fresta útkomu hennar sem mest.

Hitt er svo annað mál að það eru litlar líkur á að þessi skýrsla komi fyrir sjónir almennings. Sá dráttur sem orðinn er bendir óneitanlega til þess að nefndarmenn ráði einfaldlega ekki við verkefnið. Það er heldur ekki nema von þar sem við Íslendingar erm svo skyldir og tengdir að það er beinlínis óréttlátt að ætlast til þess að nefnd skipuð af Íslendingum rannsaki og gefi út slíka skýrslu.


mbl.is Allir hafa andmælarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband