Farið hefur fé betra
25.1.2010 | 20:43
Það kemur ekki á óvart að evran skuli vera við það að hrynja. Hrun evrunar er líka sennilega það eina sem getur bjargað Evrópu frá hruni, það er að segja löndum Evrópu. Það er staðreynd að efnahagur og framleiðsla Evrópuríkja er svo ólíkur á margan hátt að einn gjaldmiðill sem öll löndin eru bundin föst við getur aldrei annað en verið til trafala. Það er eina leiðin fyrir þessi lönd að fá sinn eiginn gjaldmiðil þannig að þau hafi eitthvert hagstjórnartæki til að stjórna efnahag sínum. Ef evrunni verður haldið til sreitu er allt eins víst að ESB hrynji og jafnvel öll Evrópa.
Óttast að evran hrynji | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.