Háttvirtur forsætisráðherra, eða þannig
7.8.2025 | 11:54
Loks tjáði háttvirtur forsætisráðherra sig um tolla málin, annar vegar hækkun á tollum til Bandaríkjanna og hins vegar refsitollar esb á ees löndin.
Ráðherra tjáði þjóðinni að viðræður stæðu yfir við valdalaus möppudýr beggja vegna Atlantsála og meira væri ekki hægt að gera. Nú þyrftum við bara að bíða og vona. Varðandi BNA er biðin liðin og tollar skollnir á. Varðandi refsitolla esb er enn beðið.
Forsætisráðherra Íslands er valdamesti maður þjóðarinnar, hafin yfir alla fagraðherra og forsetann meðan þar situr manneskja sem lætur þetta gott heita.
Sem slík átti hún strax og kunngert var um þessar álögur, að krefjast fundar með æðstu mönnum þeirra ríkja eða ríkjabandalaga er okkur vilja refsa. Krefjast strax fundar með forseta BNA og forseta ráðherraráðs esb, tala þar umbúðalaust við æðstu stjórnendur. Láta í það skína að þetta framferði gæti haft afleiðingar. Við erum jú enn sjálfstæð þjóð.
Ekki nefnir hún neitt samstarf við önnur ees ríki hafi verið að ræða varðandi refsitolla esb. Einungis samtöl við minna setta menn innan sambandsins.
Kannski er þetta með ráðum gert, kannski þóknast henni ágætlega að slíkir refsitollar verði settir á okkur. Geti síðan farið og fengið þá fellda niður tímabundið. Telur hugsanlega það gæti aukið fylgi sitt meðal kjósenda og hjálpað til við að auka vilja fólks til aðlögunar að sambandið. Að leifa þjóðinni að bragða örlítið á ódrykkjum sambandsins og hafa síðan þann vönd að hóta enn frekari óáran.
Íslenska þjóðin hefur hins vegar sýnt það að hún lætur ekki ógnarstjórn yfir sig gangs. Lætur ekki hóta sér. Því er hætt við að þetta framferði ráðherrans muni frekar draga úr áhuga á aðlögun að esb, sér í lagi þegar ráðherrar viðreisnar haga sér eins og svín, taka afdrifaríkar ákvarðanir án aðkomu þings eða þjóðar.
Engu er líkara en land okkar sé með öllu stjórnlaust, meðan manngerðar hörmungar dynja á okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)