Vingull

Það verður ekki annað sagt en að hinn ungi umhverfis- og orkumálaráðherra sé óttalegur vingull. Hreyfist eins og tuska í vindi. 

Á upphafsdögum sínum sem ráðherra sagði hann að ekki yrðu teknar neinar ákvarðanir um uppbyggingu vindorku fyrr en skýr stefna og skýr lagaumgjörð í sátt við landsmenn lægi fyrir. Einnig nefndi hann að mikilvægt væri að verkefnisstjórn rammaáætlunar fengi að vinna sitt verk í friði og að hennar verk væri virt, að Alþingi færi ekki að krukka í þær tillögur sem frá verkefnastjórn kæmi. 

Kannski vegna þessara orða ráðherrans, að ekki væri tímabært að ræða vindorku, nú eða af einskærri visku þeirra er þessa verkefnastjórn skipa, þá gaf hún út sína áætlun til umfjöllunar Alþingis, snemma sumars. Þar voru allir vindorkukostir setti í biðflokk.

Varla orðið þurrt blekið á þeim tillögum þegar ráðherra tilkynnti upp á sitt einsdæmi, án aðkomu Alþingis, að einn ákveðin virkjanakostur vindorku, staðsettur nærri arnarbyggðum, skildi settur í nýtingaflokk. Rökin voru vægast sagt barnaleg, en látum það liggja milli hluta. Þarna hafði hann afrekað að gera sjálfan sig marklausan með því að framkvæma þvert á fyrri yfirlýsingar, bæði að ekki skyldi verða rætt um vindorku fyrr en lagaumhverfið væri komið, í sátt við þing og þjóð, heldur einnig með því að fara freklega gegn tillögum verkefnastjórnar rammaáætlunar. Geri aðrir betur!

Svo ætlast þessi maður til að fólk leggi trúnað á orð hans nú, þegar hann færir sig aftur til upphafsins, þegar hann fer með sömu rullu og á fyrstu dögum í starfi, rullu sem hann sjálfur hefur freklega brotið á allan hátt!

Meiri vindhani er vandfundinn, snýst um sjálfan sig eins og vingull!

 

 


mbl.is Enginn fær flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband