Falsfréttir

Sjaldan hefur dunið yfir þjóðina meira magn falsfrétta en nú. Þar eru svokallaðar "alvöru" fréttastofur einna duglegastar. 

Í fréttatíma sýn í gærkvöldi flutti Kristján Már eina slíka, um vindorkuver á Garpsfjalli. Fréttin var ein stór falsfrétt og hefði verið auðvelt fyrir fréttamann að sannreyna það. Það er nú ekki eins og vindorkuver séu einhver nýmæli í heiminum, þó þau séu almenning hér á landi kannski framandi. En fréttamaður valdi frekar að flytja áróður en sanna frétt. Meðvitað eða ómeðvitað.

Eitt meginatriði þessarar fréttar var ásýnd þessa vindorkuvers og sýndar tölvumyndir úr fórum framkvæmdaraðila í því skyni. Eins og allt annað sem frá vindbarónum kemur er þetta áróður, í engum tengslum við sannleikann, rétt eins og "loforð" þeirra um tiltekinn fjölda starfa og tekna fyrir nærsamfélagið. Það er auðvelt að spinna slíkan spuna fyrir fátæk sveitarfélög, sem berjast í bökkum og taka fagnandi hverri dúsu sem til fellur. En fréttamenn sem vilja láta taka sig alvarlega, sannreyna gildi fréttarinnar. 

En aftur að ásýnd orkuversins. Þar er falsið slíkt að hvert mannsbarn sem vill sjá ruglið, gerir það. Þarf ekki annað en að skoða hæð fjallanna og bera saman við áætlaða hæð hverrar vindtúrbínu. Það atriði eitt hefði átt að vekja spurningar hjá fréttamanni. Það er engin leynd yfir þessum upplýsingum, hægt að finna hæð hæstu tinda á flestum kortum og í skipulagslýsingu um vindorkuverið kemur fram áætluð hæð hverrar túrbínu. 

En fréttamenn velja ætíð auðveldari kostinn, að láta mata sig af hagsmunaaðilum og kannski þeim sem launa best. Því er þessar stofnanir ekki lengur marktækar. Eru falsfréttastofur.

 

Náttúrunni verður ekki bjargað með því að fórna henni.

 


Bloggfærslur 25. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband