Þjófnaður varðar við lög

Að sækja fé í vasa annarra kallast þjófnaður. Lífeyrissjóðir launafólks er í eigu þess, ekki ríkisins. Um það þarf vart að deila. 

Kjör aldraðra og öryrkja eru skammarleg hér á landi. Einn flokkur umfram aðra hefur haldið uppi málflutningi þessara hópa. Sá flokkur kennir sig við fólkið í landinu og situr nú í ríkisstjórn. Aldrei nefndu frambjóðendur þess flokks að meiningin væri að fara ránshendi á hendur annars þessara hópa, til að bæta hag hins. 

Lífeyrisréttindi launafólks eru heilög og má ekki skerða. Þau veita fólki rétt í samræmi við vinnu og launakjör á starfsævi hvers sjóðsfélaga. Þegar þetta kerfi var stofnað, var skýrt haldið fram að sjóðsgreiðslur ættu ekki að skerða aðrar greiðslur frá ríkinu. Þessir sjóðir áttu að vera viðbót. Því miður hefur ekki verið staðið við það að hálfu ríkisins.

Nú ber hins vegar annað við. Ríkið telur sig geta gengið í þessa sjóði til að fjármagna hálft kosningaloforð eins stjórnarflokkanna. Ætlar að ræna launafólkið lögmæddri eign þess. Þetta er algerlega ný aðferðafræði og mun auðvitað, ef af verður, verða lagt fyrir dómstóla.

Þjófnaður varðar við lög.


mbl.is Örorkulífeyrir bitni ekki á ellilífeyrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband