RIP Isavia
2.5.2025 | 00:18
Það er allt á eina höndina hjá Isavia, ekkert gert af viti. Spurning hvort ekki sé kominn tími til að slíta því ohf. hlutafélagi og færa reksturinn undir ríkið aftur. Fyrirtækið virðist geta klúðrað öllum málum sem það kemur nálægt og ráðherrann sem heldur á hlutabréfi okkar í þessu ohf. hlutafélagi, virðist ekki þora að taka á málunum, þó óumdeilt sé að hann hafi valdið. Því er þessi stofnun sem ríki í ríkinu, fer sínu fram hvað sem hver segir.
Fyrir skemmst var rekstur fríhafnarinnar boðinn út og hlaut þýska fyrirtækið Heinemann hnossið. Skemmst er frá að segja að það fyrirtæki ætlar sér að græða sem mest á þessum rekstri, hefur sett íslenskum aðilum sem eru með starfsemi í fríhöfninni afarkosti, annað hvort lækkið þið ykkar verð eða farið burtu. Þetta er einstakt og auðvitað með öllu ólíðandi. Því mun svo verða að fyrsta upplifun þeirra sem til landsins koma muni vera eins og þeir séu komnir til Þýskaland, ekki Íslands. Huggulegt eða hitt þá heldur.
Stóra klúður Isavia er þó kaffiskúramálið. Það hefur þó nokkuð langan aðdraganda, eða frá breytingu á lögum um leigubílaakstur. Fyrir samþykkt þeirrar lagabreytingar á Alþingi var sterklega varað við því hvað hugsanlega gæti farið úrskeiðis. Ekki leið langur tími þar til þær aðvaranir urðu að veruleika og hafa landsmenn þurft að fylgjast með fréttum af þeim ósköpum í allt of langan tíma og margir upplifað þau. Slagsmál milli leigubílstjóra við innganginn inn í landið okkar er ekki beinlínis besta upplifum sem við getum boðið gestum okkar. Okurverð fyrir smáskutl er ein afleiðing þessarar lagabreytingar, enda leigubílstjórum ekki lengur skylt að vera með gjaldmæli. Sjálfur upplifði undirritaður að þurfa að greiða tugi þúsunda fyrir ferð yfir að Ásbraut, auk þess sem bílstjórinn rataði ekki. Ætlaði að reka okkur út úr bílnum við enda götunnar, kominn langt framhjá þeim stað sem við ætluðum á . Þurfti nánast að beita valdi til að fá hann til að snúa við og skila okkur á réttan stað. Þetta er ekkert einsdæmi, fjöldi svona dæma til, frekjuháttur, okur, og þekkingarleysi á staðháttum.
Engum datt til hugar, þegar varað var við þessari lagabreytingu, að kaffiskúr leigubílstjóra yrði gerður að bænahúsi. Það var og er eitthvað svo fjarstætt. Hvernig það gat gerst og af hverju það var ekki kæft í fæðing er með öllu óskiljanlegt. Nú þegar málið er komið í fjölmiðla er svar Isavia að leita til fjölmenningarfræðings! Hvern andskotann kemur þetta fjölmenningu við? Þarna er verið að ræða fasteign í eigu okkar landsmanna, ætlaðri til ákveðinnar notkunar, fasteign sem ákveðinn hópur yfirtekur og breytir í bænahús!
Málið er ekki flókið, ef einhver eignar sér eitthvað sem hann á ekki er einfaldlega kölluð til lögregla sem handtekur viðkomandi. Síðan er málið fært fyrir dómstóla. Í þessu tilfelli, þegar kaffiskúr ætlaður öllum leigubílstjórum er yfirtekinn af takmörkuðum hóp, gerður að bænahúsi og öðrum meinaður aðgangur, ætti Isavia að hafa kjark til að leysa. Sá kjarkur virðist ekki vera til staðar svo eina ráð þess ráðherra sem með umboð okkar fer gagnvart stofnuninni, er að skipta út allri stjórninni, ráða nýja stjórn sem getur skipt út öllu því starfsfólki sem ekki sinnir vinnu sinni. Og auðvitað kalla til lögreglu til að rýma húsið.
Það má auðvitað telja fleiri dæmi um óstjórn Isavia. Þessi tvö ættu þó að duga til að íhuga alvarlega hvort ekki sé rétt að slita félaginu. Það virðist ekki með neinu móti geta sinnt sínu starfi eins og lög gera ráð fyrir! Hagur eigenda er fyrir borð borinn á öllum sviðum!
![]() |
Ráðherra hjólar í Isavia: Nyrsta moska í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)