Kristrún stækkar sem stjórnmálamaður
28.4.2025 | 09:29
Kristrún Frostadóttir er meiri stjórnmálamaður en ég hélt. Henni hefur tekist að koma á framfæri skynsamlegum athugasemdum um stöðu Íslands í þeim hverfula heimi sem nú er.
Hefur bent á það augljósa að betra sé að bíða á hliðarlínunni meðan væringarnar ganga yfir, að um tímabundið ástand sé að ræða varðandi Trump og hans yfirlýsingar, hans tími er takmarkaður. Bendir nú á að óráð sé að horfa til esb um þessar mundir. Að ástandið þar sé þannig að það geti skekkt skoðanakönnun meðal landsmanna um hvort ganga eigi inn í það samband.
Svo er bara spurning hvernig henni gengur að halda völdum. Hefur vissulega annan samstarfsflokkinn með sér í þessu máli. Ekki verður sagt það sama um hinn samstartsflokkinn. Þar er hart barist fyrir að hefja formlegar aðildarviðræður sem fyrst. Sá flokkur hefur stól utanríkisráðherra undir sínum höndum og er sá ráðherra þegar farinn að ræða aðild, þó óformlegt sé, enda ekki komin heimild til verksins.
Erfiðast mun Kristrúnu þó reynast að eiga við eigin flokksmenn. Sífellt fleiri á þeim bænum eru farnir að tjá sig í andstöðu við eigin formann. Þar koma bæði nýkjörnir þingmenn sem leituðu skjóls í sal Alþingis sem og gamlir uppgjafaþingmenn sem þjóðin hefur hafnað hin síðustu ár. Hvort hallarbylting verði gerð innan Samfylkingar, eða hvort Kristrún gefst að lokum upp fyrir samherjum sínum, er enn óljóst. Hitt liggur orðið ljóst fyrir að vilji margra samflóista er ekki á sömu leið og formannsins þó kjósendur flokksins fylgi henni.
Vonandi mun hún halda völdum innan eigin flokks, vonandi munu gamlingjarnir, uppgjafa stjórnmálamennirnir átta sig á að þeirra þjónustu var hafnað. Og vonandi mun Kristrún ná stjórn á utanríkisráðherra, sem virðist fara sínar eigin leiðir, án samþykkis þings eða þjóðar. Þorgerður Katrín virðist nema sín stjórnmál af Donald Trump. Orð og æði þeirra beggja á pari!
Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að hæla kratískum stjórnmálamanni. Maður veit víst ekki sína ævi fyrr en öll er.
![]() |
Vill ekki hræða landsmenn til að ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)