Tilfinningarklám eða bara klám

Ekki horfði ég á Silfrið, frekar en vanalega. Þó sá ég mig tilneyddan, sökum umræðunnar síðustu daga, að fara inn á vefsvæði ruv og horfa á þann þátt er sýndur var þann 17. síðastliðinn. Þar sýndi fyrrum þingmaður Samfylkingar gamla takta. Komst hún virkilega á flug, í umræðu um Reykjavíkurflugvöll.

Í þessari eldræðu Helgu Völu nefndi hún samninga milli ríkis og borgar, sagði okkur stunda sjúkraflug við Miðjarðarhaf, ásakaði annan gest þáttarins um tilfinningarklám og sagðist ekki lengur eiga ömmu.

Það er sorglegt að Helga Vala eigi ekki lengur ömmu, þó sjálf hafi hún brosað út í annað við þau ummæli sín. Kannski væri hún meðvitraðri um lífið og tilveruna ef svo væri. Væri kannski ekki föst í sínum fílabeinsturni.

Varðandi það að sjúkraflugvélar okkar séu staðsettar löngum stundum við Miðjarðarhafið, þá lýsir það þekkingarleysi hennar á málefninu. Það er flugvél Landhelgisgæslunnar sem stundum er leigð til starfa þar, einkum til að finna fley ólöglegra innflytjenda til álfunnar. Sjúkraflugið er hins vegar boðið út og einkaaðilar sem sinna því.

Um samning milli borgarinnar og ríkisins varðandi flugvöllinn í Vatnsmýrinni, þá er rétt að annar aðilinn hefur ekki staðið við hann, þ.e. Reykjavíkurborg. Ríkið hefur staðið að fullu við sinn hluta þess samnings. Eitt megin atriði þess samnings er að Reykjavíkurflugvöllur verði á sínum stað þar til annar og betri flugvöllur hefur verið byggður og ekki megi skerða flugöryggi hans á meðan.

Frá því þessi samningur var undirritaður hefur ein flugbraut verið tekin úr notkun varanlega, önnur er lokuð tímabundið, vegna brota borgarinnar á að tryggja öryggi hennar og þriðja og síðasta flugbrautin er í uppnámi vegna ætlunar borgarinnar að þrengja að henni með nýrri byggð. Og nú er sjúkraflug heft, einungis spurning hvenær mannslífi verður fórnað.

Helga Vala sakar þá sem vilja að borgin standi við sinn hluta samningsins, nota það sem hún kallar tilfinningarklám í sínum málflutningi. Hvað má þá segja um orð hennar sjálfrar? Það er vissulega ekki tilfinningarklám en gæti auðveldlega kallast klám.


Bloggfærslur 21. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband