Óhæfa í lýðræðisríki

Það eru stór orð sem umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra lætur frá sér. Líkjast meira orðum einræðisherra en ráðherra í lýðræðisríki. Ekki víst að hann geti staðið við þau og gerlega búinn að gera sig óhæfan til að fjalla um málið eða afgreiða það sem ráðherra. Hann verður því að víkja.

Fram hefur komið að sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hafi á öllum stigum málsins lýst sig andvíga hugmyndum Landsvirkjunar um vindorkuver. Ekkert tillit hefur verið tekið til þeirra sjónarmiða, né reynt að bera klæði á deiluna. Anað áfram eins og naut í flagi. Það er því varla undarlegt að sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps ákveði að kæra málið, reyndar hefði verið stór undarlegt ef hún hefði ekki gert það.

Mikið er látið með að Landsvirkjun hafi unnið að málinu í tvo áratugi og að fyrirtækið hafi farið eftir öllum leikreglum í málinu. Hvernig má það vera? Hvernig má það vera að fyrirtækið hafi farið eftir leikreglum? Hvaða leikreglum?

Enn hafa engar leikreglur verið settar um vindorku á Íslandi. Ríkisstjórnin samþykkt þó fyrir örfáum dögum tillögu umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um lagasetningu varðandi þetta mál. Alþingi á þó eftir að samþykkja þau lög. Þannig að enn eru engin lög eða leikreglur um hvort eða hvernig landinu okkar verður fórnað undir vindorkuver. Og vonandi mun Alþingi sjá sóma sinn af því að fella þessa tillögu ráðherrans um málið, eða í það minnsta gera verulegar breytingar á þeim. Það er engum hollt og allra síst öfgafólki eins og því er nú sitja í ráðherrastólum, að fá slík völd sem orku-, umhverfis- og loflagsráðherra er þar að skapa sér.

Slíkt er óhæfa í lýðræðisríki!

Náttúrunni verður ekki bjargað með því að fórna henni!


mbl.is Ósáttir við kæru sveitarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband