Svik við kjósendur Sjálfstæðisflokks
2.9.2024 | 07:40
Ef Sjálfstæðisflokkur vill eiga minnstu möguleika á að ná einhverju fylgi aftur, verður öll stjórn hans að víkja. Þeirra tími er löngu liðinn. Það dugir ekki að formaðurinn einn stígi til hliðar og alls ekki að varaformaður taki við keflinu. Stjórnin verður öll að víkja. Annað er dauðadómur fyrir flokkinn.
Menn segja að slíkt sé ekki framkvæmanlegt, hverjir eigi þá að taka við? Það er enginn ómissandi, hvorki hjá stjórnmálaflokki né annarsstaðar. Sjálfstæðisflokkur hefur verið móðurflokkur stjórnmála á Íslandi frá stofnun og fram á þessa öld. Það er ekki fyrr en nú síðustu ár, sérstaklega á þeim tíma er núverandi stjórn hefur ráðið, sem flokkurinn hefur látið undan gefa og það sögulega. Núverandi stjórn er því alls vanhæf. Jafnvel eftir Hrun var flokkurinn öflugri en hann er í dag.
Ef slíkur flokkur getur ekki skipt út hjá sér stjórn, ef mannaval flokksins er ekki skárra en svo, er kannski eins gott að leggja þennan fyrrum móðurflokk íslenskra stjórnmála niður. Fari varaformaður í stól formanns mun það gerast sjálfkrafa.
Það er komið nóg af þessu rugli, komið nóg af svikum við kjósendur flokksins.
Fer ekki fram gegn Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)