Ógn við lýðræðið

Hvernig í ósköpunum er hægt að komast að því að kosning sem haldin er eftir þeim reglum sem settar eru og um 70% þjóðar tekur þátt í, hvernig í ósköpunum er hægt að komast að því að niðurstað þeirrar kosningar sé ógn við lýðræðið?! Að þeirri niðurstöðu komst þó "sérfræðingur" er fréttastofa ruv dró til sín í sjónvarpssal. 

Flokkur Marie Le Penn, Þjóðfylkingin, hlaut yfirburðakosningu í frönsku þingkosningunum. Þeir sem fylgst hafa með málflutningi þess flokks vita að hann byggir fyrst og fremst á að setja Frakkland og franska kjósendur í fyrirrúm. Hefur sett spurningamerki um þróun esb, einkum þeim andlýðræðislegu gildum sem sífellt meira eru að yfirtaka sambandið. Þetta þykir esb vera ógn og því verið duglegt að úthrópa Þjóðfylkinguna sem hægri öfgaflokk, reynt að koma í undirvitund kjósenda að hættulegt sé að kjósa þann flokk.

Nú er það svo, samkvæmt frönskum kosningalögum, að ef enginn flokkur nær hreinum meirihluta, skal kjósa aftur um þá tvo flokka er mest fylgi fengu. Því verður kosið aftur um næstu helgi, væntanlega á milli Þjóðfylkingar og bandalags vinstriflokka. Flokkur Macrons, sem hlaut afhroð í kosningunni, hefur ekki rétt til þátttöku í þeirri kosningu. Þó hefur Macron stigið fram og sagt að nauðsynlegt sé að mynda kosningabandalag gegn Þjóðfylkingunni. Að hans flokkur fái aðgengi að bandalagi vinstri flokka. 

Hvað kallast slík afskræming á lýðræðinu?!

Ógn við lýðræðið?!


mbl.is Flokkur Le Pen bar sigur úr býtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband