Eintómur misskilningur

Umhverfisráðherra er einn stór misskilningur og ætti að finna sér annað starf. Skilur ekki hlutverk sitt né fyrir hverja hann á að vinna. Í stað þess að standa vörð íslenskrar náttúru eltir hann erlenda loftlagstrú. Leggur meiri áherslu á ímynd sína gagnvart erlendum aðilum í stað þess að verja sína vinnuveitendur. 

Veruleg áhöld eru um hvort jörðin fari hlýnandi af mannavöldum eða af náttúrulegum ástæðum. Reyndar veruleg áhöld um hvort jörðin fari hlýnandi yfirleitt. Til þess að komast að þeirri niðurstöðu þarf að misskilja eldri hitamælingar, eða öllu heldur "leiðrétta" þær. 

En hvað um það. Gefum okkur að það sé að hlýna á jörðinni. Við því er lítið annað að gera en að undirbúa jarðarbúa til að takast á við það. Það er stór misskilningur að mannskepnan geti gert eitthvað gegn hlýnun, einungis aðlagað sig að henni. Við lifum í dag við eitt kaldasta tímaskeið frá síðustu ísöld. Ný skriðin út úr þeim tíma er kuldi var svo mikill á jörðinni að örlítið meiri kólnun hefði sennilega leitt til alvöru ísaldar. Því eigum við að fagna hverri gráðu sem hlýnar frá þeim ósköpum. 

Mikið er látið með skaðsemi co2 í andrúmsloftinu, sjálfum lífsandanum. Það er stór misskilningur. Grænblöðungar eiga sína tilveru alfarið undir þeim lífsanda og þar með allt líf á jörðinni. Magn þessa lífsanda nú er með því lægsta sem þekkist í jarðsögunni og fór nánast að þeim mörkum að líf jarðar var komið í hættu. Sem betur fer hefur magn lífsandans aukist lítilleg. Það er gott mál, enda gróðurfar aukist. Vandinn er hins vegar sá að með auknum gróðri er auðveldara fyrir óprútna að kveikja gróðurelda. 

Sá misskilningur að co2 leiði til hlýnunar andrúmsloftsins er lífsseigur. Staðreyndirnar eru hins vegar þær að einn vísindamaður kom með þessa tilgátu, seint á nítjándu öld. Innan áratugar hafði fjöldi vísindamanna afsannað þá kenningu. Það var síðan pólitíkus sem vakti þann draug upp, um öld síðar. Þessi pólitíkus hafði sterk ítök í peningavaldið og þeir vísindamenn sem mótmæltu hans "visku" voru óðara settir út af sakramentinu. Nú eru einungis eldri vísindamenn sem þora að mótmæla, enda hættir launastörfum og hafa engu að tapa. Aðrir hlýða boðskapnum, gegn betri vitund. Vita að orsakasamhengið er öfugt.

Mikið magn co2, eða lífsandans, er bundið í mýrum, ekki síst freðmýrum. Þegar hlýnar þiðna freðmýrarnar og lífsandi losnar. Það er því ekki lífsandinn sem orsakar hlýnun, heldur eykst magn lífsandans við aukna hlýnun. Þetta eru reyndar svo augljós fræði að jafnvel ráðherrar ættu ekki að þurfa að misskilja þau.

Veður hefur ætíð áhrif á mannskepnuna, enda hún viðkvæmasta og aumasta skeppna jarðar. Sagan kennir okkur að frá síðustu ísöld hafa ætíð orðið mestar framfarir hjá manninum, þegar hlýtt er í veðri og mestu hörmungar orðið þegar kólnar. Enn í dag er það svo að margfalt fleiri látast vegna kulda en hita. 

Sá misskilningur ráðherra og trúbræðra hans, að hægt sé að stjórna veðri, gerir ekkert annað en að færa fé milli manna, láta láta almenning og heilu þjóðfélögin blæða til að örfáir fái enn meira í sínar fjárhirslur. Þetta gerir það að verkum að þjóðir heims verða enn berskjaldaðri til að verja sitt fólk fyrir veðurbreytingum, einkum ef hitastigið tæki stefnu aftur niðurávið. Algert hrun yrði ef aftur kæmi tímabil eins og var frá 13 til 19 aldar. Ef Thames á legði, ef allir firðir hér á landi legðu og hafís allt umhverfis landið, þyrfti ekki að spyrja að leikslokum. Það þarf ekki nema um 1.5 gráðu kólnun til! 

Það er ekki misskilningur!! 


mbl.is Banninu ekki flýtt: „Alltaf verið misskilningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband