Orkusóðar

Okkur landsmönnum er talin trú um að við séum einstakir orkusóðar og á því verði að taka hið fyrsta.

Jú, jú, hér er sannarlega framleitt mikið magn af orku, per íbúa. Og þar berum við höfuð og herðar yfir heimsbyggðina. Hins vegar erum við ansi neðarlega á listanum yfir magn framleiddrar orku per þjóðríki, erum þar á pari með Líbanon og lítið hærri en Kúba. Orka þeirra ríkja er hins vegar nokkuð minna vistvæn en okkar. Á toppnum trónir auðvitað Kína, með öll sín kolaorkuver. Byggja ný slík á verju ári.

En við erum semsagt orkusóðar, með okkar vistvænu orku. Og okkur er tjáð að það gangi ekki. Auðvitað er mælingin kolröng. Það er fráleitt að ræða um orku per íbúa. Þar sem verið er að tala um allan heiminn og mengun vegna orkunotkunar, á auðvitað að miða við yfirráðasvæði hvers ríkis, þ.e. orkunotkun per ferkílómeter. Og að auki ætti hreinorka ekki að telja í því sambandi. Titillinn fyrir orkusóðann færi þá til einhvers annars ríkis en okkar.

En semsagt það er ekki mælt þannig. Heldur er hreinorka lögð að jöfnu við svarta orku og mæld orka á hvert mannsbarn í hverju ríki. Við þetta búum við og teljumst því mestu orkusóðar heimsins.

Og nú skal orkuvinnslan nærri því tvöfölduð hér á landi. Að hluta til með aukinni framleiðslu á hreinorku, til að vinna með enn meiri orkuframleiðslu á vindorku, sem er jú fjarri því að kallast hrein. Er reyndar nær því að menga í takt við kolaorkuver, er svartorka þó ekki rjúki frá þeim nema þegar þær brenna.

Þessar aðgerðir munu ekki geta komið okkur ofar á listanum yfir mestu orkusóða heimsins, vermum toppinn þar nú þegar, en mun færa okkur upp um nokkur sæti á listanum yfir magn framleiddrar orku, þó sennilega við munum ekki ná Danmörku á þeim lista.

Orkusóðaviðurnefnið mun festast í sessi, svo rækilega að útiokað verður að hrista það af sér, a.m.k. ekki meðan rangur tommustokkur er nýttur við mælinguna.

Okkur er því sagt að við séum orkusóðar og á því verði að taka en aðgerðir stjórnvalda snú hins vegar að því að festa það óorð á okkur, rækilegar en nokkru sinni fyrr!

Ég á hins vegar erfitt með að skilja hvernig hægt er að vera orkusóði, þegar nánast öll orkan er framleidd sem hreinorka. Það sem er hreint getur ekki sóðað.

 


Bloggfærslur 25. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband