Heimir Már fór á kostum
20.6.2024 | 20:07
Fréttastofa stöðvar 2 fræddi okkur landann um atkvæðagreiðsluna um vantrausttillögu á matvælaráðherra. Einungis tveir þingmenn stjórnarflokkanna höfðu uppi tilburði til að lýsa óánægju sinni með störf þessa ráðherra, en hvorugur hafði þó kjark til að greiða vantrausttillögunni samþykki sitt. Annar sat þó hjá.
Á Alþingi var fréttamaðurinn Heimir Már og tók hann viðtöl við tvo þingmenn, að lokinni atkvæðagreiðslunni, hinn óþekka stjórnarþingmann er sat hjá og svo starfandi formann VG.
Þarna fór Heimir Már á kostum. Spurði óþekktarorminn spjörunum úr, en gaf honum ekki séns á að svara nokkurri spurningu. Jafn skjótt og þingmaður byrjaði að svara hverri spurningu, greip fréttamaðurinn orðið af honum með nýrri spurningu. Sleit síðan viðtalinu rétt er óþekktarormurinn var að byrja að svara síðustu spurningunni.
Annar bragur var á í viðtalinu við starfandi formann VG. Hann fékk að svara hverri spurningu að fullu og klára sitt mál áður en fréttamaður sleit viðtalinu. Það er langt síðan svona fádæma fréttaflutningur hefur verið á skjá landsmanna.
Svo, svona til að bíta höfuðið af skömminni, þá endaði fréttin á að fá samfylkingarmann til að túlka atburði dagsins og hvort stjórnin væri veikari eða sterkari á eftir. Auðvitað varð lítið um svör þess manns, ekki fremur venju. Bullaði bara einhverja dómadags vitleysu.
Nú er bara að bíða og sjá hvort fréttastofa ruv nær að toppa þetta.
Bergþór: Tóku ábyrgð á stjórnsýslu Bjarkeyjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)