Nýr forseti

Fyrst vil ég óska Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn. 

Niðurstaða kosninganna um nýjan forseta yfir Íslandi, næstu árin, gat farið verr, en einnig líka mun betur. Ljóst er, miðað við fjölda frambjóðenda, að Halla fékk góða kosningu og vonandi mun hún standa sig í starfi. Til þess þarf hún að vera duglegur forseti þjóðarinnar, ekki láta utanaðkomandi öfl stjórna sér til hlýðni. Þetta mun fljótlega koma í ljós, enda mörg umdeild mál sem koma fljótt inn á hennar borð. Þá reynir á hana og sýnir hennar innri mann.

Þessi sigur Höllu losaði Kötu af öngli sjallana og því getur hún brosað breytt, einnig með augunum.

Það er hins vegar sú værukærð yfir landsmönnum sem kemur mér mest á óvart. Meðan erlend öfl eru að leggja undir sig landið okkar og erlend ríkjasambönd sælast sífellt meira til valda hér, sneið fyrir sneið, voru einungis örfá prósent sem kusu þann frambjóðanda sem stóð heill gegn þessum öflum. Við fengum tækifæri til að snúa þessari þróun við, en gripum það ekki. 

"Þetta reddast" er okkur landsmönnum tamt máltæki. Eftir að sjálfstæðinu hefur verið fórnað mun ekkert "reddast".  Þá verðum við hjálenda án allrar ákvarðanatöku um land okkar og auð þess. 

Baráttan heldur áfram.


Bloggfærslur 2. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband