Spekingar spá
5.4.2024 | 08:47
Nú er vertíð fyrir spekingana. Forsetakosningar framundan þar sem allt bendir til að met verði sett í fjölda frambjóðenda. Hugsanlegt framboð forsætisráðherra gæti leitt af sér að við fáum einnig að kjósa til Alþingis á þessu ári. Um þetta og fleira því tengt eru spekingar að spá og stundum verður spá þeirra nokkuð undarleg.
Nú hafa einhverjir spekingar komist að þeirri niðurstöðu að þó forsætisráðherra bjóði sig fram til búsetu á Bessastöðum, þurfi hún ekki að segja sig frá embætti. Væntanlega á þessi spá þeirra einungis við um þann tíma er baráttan um Bessastaði á sér stað, stjórnarskrá er skýr er varðar sjálft embættið sem staðnum fylgir. Sá sem því gegnir má hvorki vera þingmaður né gegna nokkru opinberu starfi (9.gr).
En, semsagt spekingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að engin lög skildi ráðherra til að segja sig frá embætti meðan hann berst um búsetu á Bessastöðum. Sjálfsagt er þetta rétt niðurstaða hjá spekingunum, þ.e. lagalega. En það eru fleira en lög sem stýra þjóðfélagi. Heilbrigð skynsemi er einnig stórt vald. Heilbrigð skynsemi segir okkur kjósendum að frambjóðandi til forsetaembættis geti hvorki setið á þingi né verið ráðherra. Og það verður að segjast eins og er að lagabókstafurinn segir fólki lítið þegar það merkir við á kjörseðilinn. Skynsemi frambjóðanda vegur þar þyngra.
Hins vegar gætu stjórnarflokkarnir komið sér saman um að liggja í láginni og ekki gera neitt það er getur sundrað samstarfinu, fram yfir kosningar. Að þá ætti forsætisráðherra sæti sitt aftur tryggt ef hún ekki nýtur náð þjóðarinnar fyrir að fá að flytja til Bessastaða. Að ráðinn yrði einskonar bráðabirgða forsætisráðherra fram yfir forsetakosningar og deilumálin afgreidd að þeim loknum.
Slíkt samkomulag myndi í sjálfu sér litlu breyta varðandi stjórn landsins. Yrði jafn stjórnlaust og það hefur verið undir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Gæti haldið áfram þrátt fyrir framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)